Foreldrablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 29

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 29
27 Myndíðakennsla er heiti yfir sameinaða kennslu í myndlista- og handíðagreinum, þ. e. a. s. í teikn- ingu, handavinnu drengja og stúlkna og skrift. — Auk þessara greina felast hér í nýjar greinar, sem hin síðari ár hafa víða verið felldar inn í handa- vinnu og teiknikennslu, svo sem mótun og leir- vinna, málmvinna og fleira. Þessar myndíðagreinar skal líta á sem eina heild, og skulu þær hafa sameiginlegt markmið fyrir drengi og stúlkur. Slík hugmynd um sameinaða kennslu er tölu- vert frábrugðin hinni hefðbundnu kennslu, sem hef- ur verið og er víða í þessum fögum. Hingað til hefur verið stefnt að því að æfa hug og hönd nem- enda, æfa verklagni og auka skilning á gæðum. Markmiðið hefur verið gott handbragð og gerð hluta, sem hafa fegurðar- og notagildi á hverju einstöku heimili og í samfélaginu. Myndíðakennslan í dag hefur víðtækara og fjöl- breyttara markmið: a) Að þroska og efla hæfi- leikann til að forma — til að skapa; b) að örva rannsóknarþörf, hugmyndaflug og innlifunar- hæfni; c) að þroska persónulegt tjáningarform; d) að glæða fegurðarskyn nemenda; f) að styrkja sjálfstæða og jákvæða hugsun. Til að ná slíku takmarki er lögð áherzla á að efla og styrkja hæfileika nemenda til að tjá sig ■— tjá hugsun sína og tilfinningar í ýmis konar efnivið og að hagnýta sér ýmsar vinnuaðferðir. Listir — listiðnaður á erindi til allra. Mikilvægir þættir, sem kennsla í myndíðum stefnir að, eru að ala upp sjálfstæði í hugsun og verki, að þroska skilning nemenda og eftirlit á umhverfi þeirra. Listir — listiðnaður — er nokkuð, sem á erindi til allra. Nú er ekki lengur litið á þetta sem einn afmarkaðan þátt, heldur fléttast þetta á margan hátt inn í daglegt líf okkar, t. d. með auknum áhrifum fjölmiðla. Því er mikilvægt að líta á myndíðagreinar sem hluta úr heild sam- félags og umhverfis.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.