Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 4

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 4
2 Bréfahorninu hefur borizt bréf frá móður, sem kallar sig ,,B. G.“ Hún á dreng í 2. bekk í barna- skóla hér í Reykjavík. Skólatími drengsins er frá kl. 13,05 til 15,30. ,,B. G.“ finnst nesti óþarft. En hvað segja skólamenn? Kristján Sigtryggsson, skólastjóri Hvassaleitis- skólans, svarar spurningunni: Er nesti í skóla nauðsynlegt? Ég tel æskilegt, að börn hafi nesti með sér, ef þau eru í skólanum lengur en 4 kennslustundir sam- fleytt. Sérstaklega hef ég þá í huga börn, sem fara að heiman snemma á morgnana. Aðstaða þeirra heima er misjöfn, sum fá staðgóðan morgunmat áður en þau fara í skólann, önnur ekki. Börn, sem sækja skóla eftir hédegi, hafa aftur á móti flest fengið góðan hádegisverð áður en þau fara og standa þannig betur að vígi. Flest fullorðið fólk viN fá kaffitíma í virinunni, ef það vinnur frá kl. 8 tii 12 eða kl. 13 til 17. Nám barnanna í skólanum er einnig vinna, stund- um erfið, og er því eðlilegt, að þau fái hvíld og hressingu. ef vinnutími er langur. Ýmsar aðstæður í skólanum valda því, að skóla- dagar barna eru mislangir. Þörfin fyrir nesti er því misjafnlega mikil frá degi til dags og stundum þarflaust að hafa það. Svar mitt er að sjálfsögðu miðað við þau fræðslulög, sem nú eru í gildi, og þann vikulega kennslustundafjölda, sem nú tíðkast. En íslenzkir þjóðfélagshættir hafa breytzt svo mikið á undan- förnum áratugum og við þurfum að lengja dag- legan skólatíma og minnka heimanám verulega, — helzt þarf heimanám að hverfa alveg. Þá má svara spurningunni þannig: Nemendur verða að fá mat á skólatíma, annað- hvort hafa með sér nesti eða fá mat í skólanum. Reykjavík, 5. 5. 1971. Kristján Sigtryggsson.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.