Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 15

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 15
13 Starfandi er hér í Reykjavík félag, sem nefnist Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra — For- eldrablaðið náði tali af Sigurði Jóelssyni, formanni félagsins, og innti hann um félagið og starf þess. Hver er tilgangur félagsins? í lögum félagsins segir, að tilgangur þess sé að styðja og styrkja heyrnardaufa, og markmiði sínu hyggst félagið ná m. a. með því, að auka sem mest kynni meðal foreldra heyrnardaufra barna, halda uppi fræðslustarfsemi og efla samstarf í þágu heyrnardaufra. Styðja og styrkja starfsemi Heyrn- leysingjaskólans og aðstoða heyrnardaufa við val á lífsstarfi og til framhaldsmenntunar. Enn frem- ur með því að greiða fyrir heyrnardaufu fólki á hvern þann hátt annan, sem unnt er. SIGURÐUR JÓELSSON Hvernig er aðstaða félagsins að koma sinum málum áleiðis? Það ber að hafa í huga, að félagið er fámennt félag foreldra heyrnardaufra barna, sem búsettir eru í öllum landshlutum og aðeins þeir foreldrar, sem eru í Reykjavík og næsta nágrenni, geta að staðaldri tekið þátt í félagsstarfinu. En þrátt fyrir þetta hefur félagið átt hlut að flestum málum, sem varða heyrnardaufa og komið hafa fram á þeim rúmum fjórum árum, sem félagið hefur starfað, og haft frumkvæði um mörg þeirra. Nú hefur fé- lagið tekið á leigu húsnæði í Ingólfsstræti 14, ásamt félaginu Heyrnarhjálp, og hefur þar opna skriístofu hluta úr degi einu sinni í viku. Bætir þetta mjög alla aðstöðu við félagsstarfið. Þess er skylt að geta, að hvenær sem félagið hefur leitað til opinberra aðila, eða einstaklinga, um einhverja fyrirgreiðslu, hefur því verið mjög vel tekið og er slíkur velvilji ómetanlegur. Hvernig aflar félagið fjár? Ailt starf félagsmanna er unnið í sjálfþoða- vinnu, en þó fer ekki hjá því, að nokkurt fé þarf til starfseminnar.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.