Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 27

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 27
25 hagsaðstoð frá honum. S. I. ár voru styrkþegar 27 og var úthlutað um hálfri milljón kr. alls. Magnús segir: „Sjóðurinn þarf að vaxa en jafn- framt að vera fær um að styrkja sem flesta, er þarfnast þess“. En hverjir eru í þörf? Það er auð- vitað verk sjóðsstjórnarinnar hvert sinn að skera úr um það. Til eru þeir, sem segja, að þessi starfsemi sé ónauðsynleg. Þarna sé verið að seilast inn á starfs- svið hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga. Vissu- lega má leiða rök að því, að þeim beri að sinna svona málum, en þeir, sem þekkja eitthvað til starfsemi Hjálparsjóðs æskufólks, vita, að stuðn- ingur frá þessum opinberu aðilum hefði í sumum tilfellum ekki komið að sama haldi — jafnvel misst marks. Það er naumast hægt að skýra þetta, nema nefna dæmi, en tii þess er ekki heimild. Ef til vill er munurinn einkum fólginn í því, að þarna verður allt vafningaminna og persónulegra — leiðin greiðari og fljótfarnari, en oft er það svo, að það er höfuðnauðsyn, að hjálpin komi fljótt. Enginn getur þó komið rakleitt til sjóðsstjórnar- innar og farið þaðan eftir stutt viðtal með fjár- hagsaðstoð í vasanum. Skrifleg verður umsóknin að vera og studd af viðkomandi barnaverndar- nefnd, presti eða skólastjóra. En oft mun sjóðs- stjórninni kunnar ástæður áður en umsókn berst, og því er hún fljót að taka ákvörðun, þegar forms- aíriðum er fullnægt. Stjórn Hjálparsjóðs æskufólks er þannig skipuð: Einn tiineíndur af biskupi, annar af Sambandi íslenzkra barnakennara, og hinn þriðji af Barna- verndarráði íslands. Og ef haldið er sömu röð, skipa þessir menn stjórnina nú: Séra Ingólfur Ástráðsson, Gunnar Guðmundsson, skólastjóri, og Magnús Sigurðsson, fyrrv. skólastjóri. Magnús hefur haft mörg járn í eldinum til þess að safna fé í þennan sjóð, sem er óskabarn hans, og orðið vel ágengt vegna elju sinnar og fórn- fýsi. Ég hygg hann hafi ferðazt a. m. k. þrisvar sinnum umhverfis land þeirra erinda. Á meðan hann var skólastjóri, notaði hann sumarleyfin til þess og stundum einnig jóla- og páskafrí að ein- hverju leyti. Allt hefur þetta verið ólaunuð tóm- stundavinna hjá honum. Svo er og um flesta aðra, sem lagt hafa þessu máli lið, en þeir munu vera allmargir. Það hefur lengi verið alþýðutrú hér á landi, að blessun fylgdi fé sumu, en ekki öllu. Kunn er sag- an um Þórdísi, fóstru Þorvalds Koðránssonar, er valdi honum til farareyris það af silfri Koðráns bónda, er hún taldi að vel væri fengið, en hafnaði hinu. Kærleikshugur og fórnarlund er að baki því fé, sem Hjálparsjóður æskufólks er myndaður af. Því mun það blessast og vel nýtast. Eiríkur Stefánsson. Æskan í dag svífst einskis — nú láta þeir jafnvel klippa sig stutt — ja, svei.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.