Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 16

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 16
14 Styrktarfélagar eru milli 6 og 7 hundruð og eru framlög þeirra mikils virði, auk þess sem það er hverju félagi míkill styrkur að vita af svo fjöl- mennum hóp stuðningsmanna. Félagskonur halda bazar og hafa kaffisölu á hverju hausti og vinna að undirbúningi þess mikinn hluta ársins. Eru þessir bazarar megintekjustofn fé- lagsins. Leggja konurnar á sig mikla vinnu og má fullyrða, að félagið væri ekki það, sem það er nú, ef þeirra nyti ekki við. Fjárráð félagsins hafa verið svo rúm, að það hefur getað veitt kennurunum nokkurn stuðning til sérmenntunar, auk þess sem því hafa verið færðar gjafir sérstaklega í því augnamiði, en skortur er á sérmenntuðum kenn- urum fyrir heyrnardaufa. Enn fremur hefur félagið fært Heyrnarleysingjaskólanum nokkurt fé árlega til kaupa á tómstunda- og leiktækjum. Nýtur félagið einhvers styrks frá riki eða borg? Nei, ekki til félagsstarfsins, en undanfarin þrjú ár hefur félagið fengið ríkisstyrk til gerðar orða- bókar fyrir heyrnardaufa og nemur hann 50 þús. kr. á ári. Hefur nokkur undirbúningsvinna að bók- inni þegar verið unnin og vona ég, að nú sé að komast skriður á þetta mál. Teiur þú, að þessi orðabók henti aðeins heyrnar- daufum börnum? Sú bók, sem höfð er til hliðsjónar, er sænsk og raunar gerð fyrir heyrandi börn og teljum við, að hún verði gagnleg öilum börnum og þarfur hlutur á heimilum og í skólum. Hvaða mái ber einna hæst hjá félaginu þessa stundina? Það tel ég vera könnun, sem félagið er að gera meðal heyrnardaufra, um aðstæður þeirra, svo sem atvinnu, húsnæði, samneyti við heyrandi fóik og heyrnardaufa o. m. fl. Slík könnun hefur ekki verið gerð áður hérlendis, og þegar niðurstöður hennar liggja fyrir, mun verða auðveldara að gera sér grein fyrir því, hvar útbóta er helzt þörf og haga störfum samkvæmt því. Hverju vildir þú að lokum bæta við það, sem áður er sagt? Ég vil gjarna taka það fram, að við biðjum ekki um nein sérréttindi fyrir heyrnardauft fólk. Aðeins að það njóti jafnréttis hvað varðar menntun, at- vinnu og alla aðstöðu í lífinu, og fái eftir því sem kostur er á, að taka virkan þátt í störfum og at- höfnum daglegs lífs og njóta til þess aðstoðar og velvilja þeirra, sem það umgengst. G. Þ.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.