Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 5

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 5
3 manni þó, að tæki, sem hefur slíkt vaid yfir athygl- inni sem sjónvarpið, hljóti að hafa einhver áhrif á neytendur sína, og þá einkum þá, sem eru móttæki- legastir, til dæmis ung börn. Sem dæmi um það magn sjónvarpsefnis, sem börn geta tekið við, má geta þess, að sums staðar erlendis, þar sem sjón- varpsdagskrár eru lengri en hér, horfa mörg börn fleiri klukkutíma á sjónvarp í hverri viku en þau eyða í skólanum. En önnur börn horfa aftur miklu minna. Ástæðurnar fyrir mismunandi sjónvarps- notkun barna eru fjölbreytilegar, og uppeldislegu áhrifin eru beinlínis háð þessum ástæðum. Dæmi um hvernig má flokka börn samkvæmt sjónvarps- notkun þeirra, er munurinn miili aldursflokka, sem er á þann veg, að yngri börn nota sjónvarp til- tölulega mikið, en þegar unglingsárin nálgast, minnkar áhuginn á því vegna samkeppninnar frá öðrum skemmtunum. Þarna eru að öllum líkindum tvö öfl að verki, annars vegar, að barnið vex upp úr sjónvarpsefninu, og hins vegar, að valmögu- leikar barnsins aukast með því aukna sjálfstæði, sem því er veitt, þegar það eldist. Tíu ára barnið á ekki annarra kosta völ en að sitja heima, og þá vill sjónvarpið oft verða nærtækasta afþreyingar- tækið. Fjórtán ára unglingur aftur á móti getur miklu frekar farið út, hitt kunningja sína, farið með þeim í kvikmyndahús eða á einhverja þá staði, sem unglingar safnast saman á. FJÖLMIÐLAR OG FRAMMISTAÐA f SKÓLA Ef börn eru flokkuð samkvæmt frammistöðu í skóla, kemur fram skýrt samband við sjónvarps- notkun. Því lægri einkunnir, sem börnin hafa, því algengara er að þau segist horfa mikið á sjón- varp. Ég komst að þessari niðurstöðu í rannsókn, sem ég gerði fyrir fimm árum meðal 10—14 ára barna í þremur kaupstöðum, Reykjavík, Akureyri og Vestmannaeyjum. Hún vekur óhjákvæmilega spurningu um, hvort um sé að ræða beint orsaka- samhengi milli óhóflegrar sjónvarpsnotkunar og lé- legra einkunna. Það má ugglaust finnna dæmi um slíkt orsakasamband, en ég tel að meginskýring- arinnar sé að leita annars staðar og þá ekki sízt í félgslegu umhverfi barnsins. Erlendar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að fordæmi og umhyggja foreldr- anna, ásamt ýmsum öðrum atriðum, býr að baki skólaframmistöðunni og sjónvarpsnotkuninni. Með öðrum orðum, börn, sem horfa mjög mikið á sjón- varp og standa sig illa í skóla, hefðu að öllum lík indum ekki staðið sig betur, þótt þau hefði ekki haft sjónvarp. Sá tími, sem þau eyða í sjónvarpið, er ekki tekinn frá náminu, heldur frá bíóferðum, hasarblaðalestri og iðjuleysi, svo dæmi séu tekin. Þar sem rannsóknir hafa spannað mjög marga aldursflokka barna, hefur tekizt að sýna fram á, að sjónvarpsnotkun stendur í breytilegu sambandi við greind barnanna. í yngri aldursflokkum eru það greindari börnin, sem horfa hlutfallslega meira en verr gefnir jafnaldrar þeirra, en þegar ofar dregur í aldusflokka, snýst þetta við, og þá eru það hin verr gefnu, sem horfa meira. Skýringin, sem er gefin á þessu, er sú, að greindari börnin nái fyrr en hin því þroskastigi, sem nauðsynlegt sé til að fylgjast að gagni með efni sjónvarpsins, en vaxi síðan upp úr því og leiti á önnur mið á sama tíma og hinir verr gefnu jafnaldrar þeirra eru komnir á sjónvarpsstigið. Þessari tilgátu er erfitt að gefa almennt gildi, meðal annars vegna þess, að hið síbreytilega efni sjónvarpsins gerir samanburð erfiðan.

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.