Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 6
4
VINSÆLDIR OG ÁHRIF
OFBELDISEFNIS
Til þess að gera sér grein fyrir uppeldisáhrifum
sjónvarps er nauðsynlegt að vita, hvaða efni börn-
in sækjast helzt eftir að sjá í sjónvarpinu. Rann-
sókn mín leiddi í Ijós, að af einstökum þáttum voru
tveir glæpaþættir og fréttatíminn vinsælasta efni.
Ef við athugum fréttirnar nánar, þá er enginn vafi
á því, að þær hafa mikil áhrif í þá átt að hækka
almennt þekkingarstig barnanna. Sá samanburður,
sem ég gat gert, benti til þess, að börn, sem höfðu
aðgang að sjónvarpi, væru betur að sér um nýj-
ustu viðburði, sem aðeins höfðu aðgang að gömlu
miðlunum. Þess er þó að geta, að spurningar mín-
ar lutu að takmörkuðu sviði, og æskilegt væri að
geta gert ítarlegri könnun á þessu efni.
Glæpaþættirnir tveir, sem nutu svo mikilla vin-
sælda, voru Dýrlingurinn og Harðjaxlinn. Þessir
þættir, og aðrir, sem hafa tekið við af þeim, eru
mjög oft byggðir upp í kring um ofbeldisverk af
einhverju tagi. Það sem ég tel sérstaklega mikil-
vægt í því sambandi er, að ofbeldisverkin eru ekki
einungis unnin af illmennum og glæpamönnum,
heldur eru þau einnig sýnd sem nauðsynlegur og
sjálfsagður liður í aðgerðum hetjunnar til að full-
nægja réttlætinu. Með því að sýna þetta efni at-
hugasemdalaust má með nokkrum rétti segja, að
fjölmiðillinn leggi blessun sína yfir atferli, sem
barninu mun aldrei haldast uppi að taka til fyrir-
myndar í raunveruleikanum.
Þannig má leiða líkur að því, að sumt sjónvarps-
efni geti haft skaðvænleg áhrif á börn. En það
hefur ekki reynzt auðvelt að finna sannanir fyrir
þessu. Ein merkasta rannsókn, sem hefur verið
gerð á skipun barna við sjónvarp, sú sem Him-
melweit framkvæmdi í Englandi, leiddi til eftir-
farandi niðurstöðu:
Sjónvarpsþættir með ofbeldiskenndu efni hafa
ef til vill ekki áhrif á börn með trausta skapgerð,
en þeir kunna að hafa áhrif á þau 5—10 prósent
barna, sem eru tilfinningalega veik fyrir.
Ég vildi geta látið í Ijós ákveðnar skoðanir á
því, hvaða efni börnum skuli leyft að sjá og hvað
ekki. En eins og ég hef þegar bent á, velta áhrif-
in svo mjög á barninu sjálfu, en einnig á kringum-
stæðunum, t. d. með hverjum það horfir á sjón-
varpið, að ég tel ómögulegt að stinga upp á ákveðn-
um reglum.
Öhugnanlegt efni sést reyndar víðar en í glæpa-
þáttum. Naumast líður sá dagur, að ekki sé skýrt
i fréttum frá náttúruhamförum eða styrjaldarað-
gerðum, sem kosta fjölda manns lífið. Þegar um
er að ræða glæpaþætti geta foreldrarnir mildað
mjög áhrifin með því að útskýra fyrir börnunum,
að þetta sé aðeins leikur og einstaklingarnir, sem
eru skotnir eða slegnir, meiði sig ekkert í raun
og veru. Slíkar aðferðir duga hins vegar skammt
gagnvart fréttunum. Ekki dettur mér samt í hug
að leggja til, að börnunum verði meinað að horfa
á fréttir. Ég vil aðeins benda á, að þær geta gefið
tilefni tii útskýringa ekki síður en annað sjónvarps-
efni.
Ég hef nú rætt talsvert um ofbeldi í sjónvarpi.
Þetta geri ég ekki vegna þess, að ég telji íslenzka
sjónvarpið sérstaklega illa á vegi statt í þessu
efni, heldur aðeins vegna þess, að slfkt efnl, þótt
það sé ekki stór þáttur að magni til af dagskránni,
er mjög vinsælt, en jafnframt það sem einna mest
skýtur skökku við þau viðhorf, sem börnum er
innrætt á heimilum þeirra.