Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 11

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 11
9 og leikföngum í tugatali. Einstaklingsþroskinn verður allt of oft út undan í þessum fjöldastofn- unum, sem eiga ekkert sameiginlegt með raun- verulegum heimilum. Og þessi blessuð „venju- legu“ heimili eru heldur ekki sniðin við hæfi barna. Heldur ekki skólarnir og ennþá síður malbikuðu fangelsisportin fyrir framan þá, þar sem sjá má allt skólakerfið í hnotskurn í einum góðum slags- málum í frímínútum. Nei, leikjaþörf barna fær ekki úrás í okkar ágætu Reykjavík. Og hún fær það víst óvíða í stórborgum, svo við getum þess vegna andað léttara og látið reka á reiðanum. En við gætum gert heilmikið með töluverðri fyrirhöfn, en litlum peningum. Við gætum komið fræðslu um uppeldismál inn í alla fjölmiðla og skóla. Við gætum dreift gengdarlausum áróðri fyrir rétti barna og þörfum. Við gætum bætt mjög aðstöðuna fyrir fólk með börn í kerrum og vögnum á götum og opinberum byggingum. Við gætum gert kröfur á hendur þeim, sem eiga börn, hvað snertir leiktækni, leikföng og aðbúnað, eins og gert er á leikskólum og öðrum uppeldis- stofnunum. Við gætum reist fleiri lítil barnaheimili, sem foreldrar væru að mestu ábyrgir fyrir, svo að börnin fengju betri aðbúnað og foreldrar ættu meiri möguleika á að þroskast og njóta raunveru- legs jafnréttis á við aðra þegna. Við gætum bætt opinber leiksvæði og almenn- ingsgarða, svo að fólk geti verið þar með börn. Við gætum gert minna fyrir bílana, og meira fyrir börnin. Það myndi fljótt launa sig. Og svona gætum við endalaust talið. Allt þetta er þó háð hugarfarsbreytingu, — vakningu hjá foreldrum um rétt barna þeirra. Það leysast eng- in vandamál með því að sitja sljóum augum heima yfir börnunum og bíða eftir að þeim þóknist að verða fullorðin, svo að maður losni við þessa ábyrgð. Foreldrar eiga að líta á sig sem eina heild, sem á kröfur á hendur þjóðfélaginu. Því það eru aðeins hinir fullorðnu, sem hafa mögu- leika á að berjast fyrir rétti barnanna, áður en þau verða líka fullorðin.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.