Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 12

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 12
10 SIGURJÓN BJÖRNSSON, sálfræðingur: Lifir fóstrið í lokuðum heimi Spurningunni er eiginlega hvorki unnt að svara neitandi eða játandi. Miðað við það, sem verður eftir að barnið fæðist, er það mjög einangrað frá umheiminum, meðan það býr í móðurkviði. Það er verndað af tveimur fósturhimnum og að nokkru af legveggnum, og því er þannig hlíft við hnjaski, hitabreytingum og öðrum óþægindum. Blóðrásar- kerfi móður og barns eru aðskilin af frumuveggj- um. Og sitt hvað fleira sýnir, að mannsfóstrið er vel varið fyrir áhrifum umheimsins. Engu að síður er heimur fóstursins ekki lokaðri en svo, að áhrif sem það verður fyrir, geta skipt sköpum um alla framtíð einstaklingsins. Menn telja sig að vísu ekki kunna á því full skil, hvað borizt getur úr móðurlíkamanum til fóst- ursins og hvaða samskipti eiga sér stað milli þeirra. Þó er vitað, að auk ýmissa næringarefna, geta því borizt margs konar eiturefni, svo sem níkotín og alkohol og sumir sýklar komst enn- fremur í gegnum þessa varnarveggi. Og enda þótt ekki sé taugasamband milli móður og fósturs, geta geðshræringar móður engu að síður haft áhrif, því að við geðshræringar verða til efnasam- bönd og þau geta borizt fóstrinu. Skal nú vikið að fáeinum tegundum áfnrifa, sem helzt er ástæða til að gefa gaum. Til þess að næringarskortur hjá móður valdi fóstri tjóni, þarf hann að vera mikill, þar eð fóstr- ið gengur fyrst á næringarforða móðurinnar. En sé um verulegan næringarskort að ræða, eink- um ef fæða móðurinnar er snauð af vissum efn- um, getur það valdið vanþroska hjá barninu bæði andlegum og líkamlegum. Þetta hefur valdið mönn- um miklum áhyggjum, því að milljónir mæðra, einkum í hinum fátæku og vanþróuðu löndum, búa við þannig viðurværi, að mikil hætta er á, að börn þeirra verði verulega vanþroska. Yfirleitt komast vírusar og sýklar ekki frá móð- ur til fósturs, en þó eru á þessu frávik. Komið hefur það fyrir, að börn hafi fæðzt með kúabólu, mislinga og hlaupabólu, en það er sjaldgæft. Þeir smitsjúkdómar, sem algengast er, að valdi fóstri skaða, eru sárasótt, lekandi, mænusótt og rauðir hundar, og er hættan talin mest, ef móðirin smit- ast af þessum sjúkdómum snemma á meðgöngu- tímanum. Talið er, að um 12°/o þeirra mæðra, sem fá rauða hunda á meðgöngutímanum fæði afbrigði- leg börn.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.