Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 13

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 13
11 « Ýmsir langvarandi sjúkdómar hjá móður, eink- um ef þeir hafa í för með sér næringarskort, geta valdið fóstrinu tjóni. í seinni tíð hefur oft verið rætt um afleiðingar geislunar fyrir fóstrið. Áþreifanlega sönnun um skaðleg áhrif geislunar fengu menn við atóm- sprenginguna í Hirosima. Hefur verið fullyrt, að líkurnar hafi verið miklar á því, að vanfærar kon- ur, sem komnar voru skemmra en 20 vikur á leið, fæddu meira og minna líkamlega og andlega van- heil börn, ef þær voru í minna en 20 mílna fjar- lægð frá sprengingunni. Notkun lyfja og eiturefna hefur einnig verið allmjög til umræðu. Þar skortir þó vissulega næga þekkingu enn. En víst má fullyrða, að eftir því sem þekking eykst, verða menn varfærnari. Menn telja sterkar líkur á því, að níkotín og alkohol- notkun verðandi móður geti valdið fóstri tjóni. Grunur er og á, að ýmis verkjastillandi lyf séu ekki alls kostar skaðlaus. Þessi fáu atriði, sem hér hafa verið rakin, meira og minna af handahófi, ættu að sýna, að heimur mannsfóstursins er alls ekki eins lokaður og ætla mætti við fyrstu athugun. Því er það, að mikil- vægur þáttur heilsuverndar hefst þegar á með- göngutímanum. Það verður ekki of oft brýnt fyrir verðandi mæðrum, að leitast við að lifa heilsu- samlegu lífi: neyta hollrar og næringarríkrar fæðu, forðast eftir megni aðrar lyfjatökur en þær sem óhjákvæmilegar eru og halda sér frá áfengi og tóbaki. Vissulega er geðrænt jafnvægi einnig mikilvægt, en því verður sjaldnast stjórnað með heilræðum einum, eins og allir vita. Sigurjón Björnsson.

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.