Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 14

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 14
12 JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, teiknikennari: Fyrstu myndir barnsins Hugtakið barnateikning er ekki komið til ára sinna. Það er ekki fyrr en á þessari öld að barnið varð barn — áður var litið á það sem smækkaða mynd af fullorðnum. Afstaða til barnateikninga var svip- pð: klessur og krot, sem ekki þótti ástæða til að taka alvarlega, en eftir því sem kunnátta barns- ins jókst voru þær skoðaðar sem ófullkomnar og klaufalegar tilraunir til að herma eftir myndum fullorðinna. Langt fram á þessa öld eymdi af kröfum um að barnið líkti eftir myndagerð hinna fullorðnu, og, voru þau því látin teikna eftir fyrirmyndum af ýmsu tagi, misjafnlega vel gerðum. Innan skóla- kerfisins er að mestu búið að útrýma þessari myndsýn, en á mörgum heimilum lifir hún þó enn. (Hver kannast ekki við litabækurnar sem mis- þyrrna myndgetu fjölda margra þarna?) KROT. Árangurinn af fyrstu tilraunum barnsins til mynd- gerðar kallast krot. Þegar eins árs barn hamast með blýant eða krít á veggi, blöð og í bækur er það sjálf hreyf- ingin sem því finnst skemmtileg, og sá stórkost- legi möguleiki að marka spor eftir sig. Barnið hefur allan hugann við sjálfa athöfnina og er alls ómeðvitað um að það sé að gera mynd. Þessar fyrstu teikningar eru oftast aðeins dreifð merki og strik og líkjast e. t. v. punktum blýants- ins, þegar hamrað er með honum á pappírinn. Þegar á þessu stigi eiga sér stað framfarir. Barnið tekur upp tiltölulega reglubundnar sveifluhreyf- ingar, og með þeim hefst ,,sveiflukrotið“. í upphafi þessa skeiðs hreyfa börnin allan hand- legginn, síðan dregur úr hreyfingunum, þar til þær einskorðast við úlnlið og fingur. Með aukinni stjórn á hreyfingunum þróast sveiflukrotið yfir í það sem kallað er hringkrot. í lok krotstigsins byrja smám saman smáar geometrískar fígúrur að birtast í miðju krotinu, krossar, þríhyrningar eða ferhyrningar. Þessi form, sem um þriggja ára aldur geta verið af um það bil 20 mismunandi gerðum, eru þó ekki af neinu sérstöku, heldur einungis æfingar. Á fjögurra ára aldri geta flest þörn teiknað svo kallaða „höfuðfætlu", sem er fyrstamynd barns- ins af manni.

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.