Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 24

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 24
22 ekki síður en foreldrana og ætti í tíma að taka það til meðferðar og læra af reynslu annarra þjóða. Þó að báðir foreldrar verði eða vilji vinna utan heimilisins, ættu erfiðleikar, sem skapast við það, að nemandinn er einn og eftirlitslaus alla daga, að leysast áður en þeir verða vandamál, og ann- ast þá með þeim hætti, að sjúkdómurinn hafi sem minnst áhrif á skólavinnu þeirra? Orðheldni, samviskusemi og kurteisi eru dyggð- ir, sem því miður einkenna ekki þjóðfélag okkar. Það er eins með dyggðirnar og það að fyrirbyggja sjúkdóma, ef ekki er byrjað að kenna þær og sýna þær í verki nægilega snemma, þá er árang- urinn lélegur. Það ætti að vera metnaður allra skóla að útrýma alveg óorðheldni, kæruleysi og skorti á almennri kurteisi í daglegum rekstri og gjörðum. Myndu þá vaxa upp kynslóðir, sem bættu þjóðarbrag, a. m. k. hvað þetta snertir. 3) Er skólinn ekki ómetanlegur útsýnisturn yfir heilsu nemandanna? Framkoma og hegðun nemendanna í skólanum geta oft upplýst um óholl áhrif, sem þeir verða fyrir í öðru umhverfi. Glöggt starfsfólk skólans, sem þekkir nemendur sína, getur oft þar um dæmt, en þarf þá að geta snúið sér til heilbrigðis- þjónustu skólans, þar sem vandamál nemandans yrði leyst. 4) Á heilbrigðisþjónusta skólanna að beina at- hygli sinni meira að þeim nemendum, sem eiga við sjúkdóma eða félagsleg vandamál að stríða? Erfiðleikar slíkra nemenda í námi, eru vel þekkt- ir. Hins vegar er það einnig vitað, að nemandi, sem ekki á við þannig vandamál að stríða, á miklu sjaldnar við námserfiðleika að etja. Mörg börn eru langtímum saman fjarverandi frá skóla vegna sjúkdóma. Er nægilega séð fyrir kennslu þessara barna? 5) Á að gera kröfur um sérmenntað skóla- lækna og skólahjúkrunarkonur, sem þá fengju nægilegan tíma til þess starfs og viðhalds- menntun. Þess er ekki krafizt í okkar þjóðfélagi nú, og a. m. k. er starf skólalæknis aukastarf. Hver sér- menntunin ætti að vera, yrði lærðra manna að fjalla um. Þegar börn byrja skólagöngu sína, er reynsla þeirra að sjálfsögðu misjöfn svo og uppeldi þeirra og umönnun. Þetta hefur vissulega ekki einungis áhrif á skólagönguna, heldur á allt líf barnanna. Okkur er misjafnlega gefin sú list að ala upp börn og sumir eru ekki þroskaðir til þessa hlut- verks, þegar þeir geta börn sín. Kannski væri það til góðs að setja lærdóm um börn og uppeldi þeirra á námskrá, t. d. gagnfræðaskólanna. Að gera samstarfshóp samansettan af lækni, hjúkrunarkonu, félagsfræðingi, sálfræðingi og kenn- ara vel starfhæfan með ákveðnum reglum er áreið- anlega íhugunarvert, svo og það, hvort heilbrigðis- þjónustu skólanna beri að auka eða minnka eða færa hana meira inn í skólana eða út úr þeim. Sammála held ég flestir séu um það, að þessa þjónustu beri að endurskoða frá grunni. Það kost- ar að vísu peninga, en hvað kostar það að gera það ekki?

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.