Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 26

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 26
24 is, hefur það ráð gefist vel að láta fróðlegar bæk- ur og blöð liggja frammi við. — Skemmtilegar myndabækur fyrir börn á forskólaaldri og á fyrstu árum skyldunáms er gott að hafa til útskýringar, og þægilegt er, ef texti fylgir myndunum, sem hjálpar okkur fullorðna fólkinu að finna rétt orð fyrir eigin frásögn. L.ítil dönsk bók, sem heitir ,,Hvordan mor“ eftir Danann Sten Hegeler, kemur út í íslenzkri þýð- ingu fyrri hluta næsta árs hjá Bókaútgáfunni Ið- unni. Bókin er til fyrirmyndar um, hvernig hægt er að fræða börn á aldrinum 3—8 ára eða jafn- vel eldri á eðlilegan og greinargóðan máta. Skýrt er frá mismuninum á drengjum og stúlkum með tilliti til kynferðis, hvaða hlutverk hvort um sig gegni við tilkomu barns og hvernig það gerist. — í Bókabúð Snæbjarnar fæst bókin ,,Sádan fár man ett barn“ eftir Per Holm Knudsen. Skemmti- legar myndir eru í bókinni og texti fylgir. FRÆÐSLA AF SKORNUM SKAMMTI f SKÓLUM Þegar börnin fara í skóla, gefst skólanum kost- ur á að taka þátt í þessum mikilvæga þætti undir- búnings fyrir lífið. Því miður hefur fræðsla um kynferðismál hingað til verið af skornum skammti í skólum, en það stendur vonandi til bóta með til- komu nýs grunnskólafrumvarps og endurskoðun á námsskrá. Skólinn hefur þarna mikilvægu hlut- verki að gegna til stuðnings foreldrum við uppeldi barna. Það er vissulega ómetanlegt að geta rætt þessi mál við foreldra sína, en börnin hafa einnig þörf fyrir fræðslu á breiðari grundvelli. í skólan- um má veita þessa fræðslu í eðlilegum tengslum við kennslu í t. d. líffræði, heilsufræði og félags- fræði. Með því að tengja námsefnið fleiri náms- greinum, verður nemendum það Ijóst, að hér er um eðlilegan þátt í lífinu að ræða, sem snertir margar hliðar þess og ræður ýmsu um framtíð hvers og eins. í kennslunni fyrir börnin í fyrstu bekkjum barna- skóla væri æskilegt að fjallað væri um mismun- inn á kynjum í þessu tilliti, hvernig barn verður til og fósturþróunin fram að fæðingu, fæðinguna og hvers vegna börn eru háð því að eiga foreldra og heimili. í seinni bekkjum barnaskóla er nauð- synlegt að bæta við þessa fræðslu, meðhöndla efnið ýtarlegar og fræða um kynþroskann. Á unglingastiginu er nauðsynlegt að fræða nem- endur um kynlíf, getnaðarvarnir og siðfræði kyn- lífsins. — Bókin ,,Æska og kynlíf" frá bókaút- gáfunni Erni og Örlygi er góð fræðslubók fyrir unglinga og uppalendur. Það er mikils virði að vera vel búinn undir kyn- þroskaskeiðið. Þessi breytingaár eru erfið mörg- um unglingnum og hægt er að gera þau auðveld- ari og áhættuminni, er unglingarnir eru fræddir

x

Foreldrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.