Foreldrablaðið - 01.01.1974, Page 29

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Page 29
X 27 misjöfn að þvermáli og lengd má hengja upp sem veglegt klukkuspil. Á sama hátt má vinna úr bambusstöngum, sem auðvitað hafa þá allt ann- an hljóm. Strengjahljóðfæri má útbúa með því að negla í spýtu og strengja teygjur á milli, en lítill kubbur eða eldspýtnastokkur er notaður sem stóll undir strengina. Leggir eru ákjósanlegasta ásláttarhljóðfæri og þannig mætti lengi telja. Þá skal vikið að þeim hluta hljóðheimsins, sem einu nafni nefnist tónlist. Börn komast strax á unga aldri í snertingu við hana, en á mismunandi hátt þó. Fjölmiðlar og tónflutningstæki bera tón- list inn í heimilin og gera hana að hluta daglegs umhverfis. Því miður er þessi tæknivædda tónlist oft misnotuð, hún er látin hljóma, án þess að ver- ið sé að hlusta og virkar þannig sljóvgandi á heyrn- ina, auk þess sem hún oft á tíðum virðist kæfa almenna tónlistariðkun og lifandi hlustun. í hverju er tónlistariðkun barns á forskólaaldri fólgin. Það tjáir sig fyrst og fremst í söng, sem er iðulega tengdur hreyfingu og látbragði. Oft eru lögin fantasíur, þar sem barnið skirrist ekki við að syngja erfiðustu tónbil og á ótrúlega háu sviði. Mjög misjafnt er þó, hvað börn eru söng- glöð, og enginn skyldi dæma barn ómúsíkalskt, þó það geti ekki eða vilji ekki syngja. Öþjál radd- bönd eða óþroskað tóneyra getur valdið lagvillu, sem hverfur með aukinni æfingu, þó oft ekki fyrr en barnið er 8—9 ára gamalt. Ástæðan getur einnig verið sálræns eðlis og enginn skyldi þvinga barn til söngs. Einföld hljóðfæri, t. d. klukkuspil, munnharpa eða flauta, henta oft vel í slíkum til- fellum. Hvort sem börn eru söngglöð eða ekki, þá er æskilegt, að sungið sé við þau. Fyrst í stað skilja börnin lítið af innihaldi textans, en þau gleðjast yfir hljómi og hljóðfalli. Sama máli gegnir um Ijóð, þulur og orðaleiki; í hljóðfalli og blæ bund- ins máls felst jú einnig tónlist. Síðast en ekki síst skal hér nefnd hreyfingin, frjáls eða bundin í leik, sem er nátengd tónlistinni. Hreyfingarþörfin er meðfædd, en ytri skilyrði, svo sem þröngar íbúðir * og skilningsleysi hinna fullorðnu, hindra oft, að börnin fái nauðsynlega útrás í hreyfingu. Afleið- ingin verður þá órói og einbeitingarleysi. Nú halda sumir foreldrar því fram, að þeir kunni lítið af Ijóðum og lögum og enn færri leiki. En sé vilji fyrir hendi, þá má áreiðanlega rifja upp ýmis gömul lög og hlusta eftir nýjum. „Vísnabók- in“ og ,,Litlu skólaljóðin" geyma margt Ijóðið og þuluna, og leikir eins og ,,Fagur fiskur í sjó“ og ,,Pílaranda“ eru jafn vinsælir í dag og þeir voru fyrir 20 árum. Tónlistariðkun barns á forskólaaldri á að vera hluti af leik þess og starfi, afþreying í önn dags- ins en um leið veganesti fyrir framtíðina.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.