Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 30

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 30
28 HELGI TRYGGVASON, yfirkennari: Hornsteinn ísienzkumenntunar og heimilin Ekki gat mig grunað, þegar kennarinn í fárra vikna farskóla okkar var á árum fyrri heimsófriðar að opna fyrir okkur helstu hugtök í Móðurmáls- bókinni hans Jóns Ólafsssonar, sem við vorum látin kaupa og ég hafði miklar mætur á, að ég mundi verða síðar á ævi minni þurfa að vera sár- óánægður með það tillag til menntunar æskufólks- ins, sem falist hefur í einhliða málfræðikennslu nú undanfarandi áratugi og til þessa. Þessi óánægja mín má kannske þykja enn undarlegri þegar ég nefni, að ég sóttist eftir málfræðibók- inni hans Halldórs Briem og tók ástfóstri við hana, bar hana í barminum nokkrar vikur kringum veturnætur, þegar ég gætti fjár föður míns, og leit í hana þegar tóm gafst, mér til dægrastyttingar — og menntunar. Þegar ég síðan rúmlega tví- tugur kom í fyrsta bekk Kennaraskólans tók ég tveim höndum Setningafræði Freysteins Gunnars- sonar, þá nýrri af nálinni. Með þeirri bók vann hann brautryðjendastarf á því sviði hér á landi. Ég tel nefnilega nám í málfræði og setningafræði þroskavænlegt, sé það tekið með áhuga og alúð og sótt á brattann án sjálfsvorkunnar. En áfram með söguna.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.