Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 31
29
í barnaskólanum lærðum við Ijóð af ýmsu tagi
og var kennt eftir föngum að flytja þau skilmerki-
lega og af einurð, enda kunni kennarinn vel til
þeirra verka, las t. d. kvæði á skemmtisamkom-
um, og hljóma mér enn í eyrum ailnákvæmlega
ýmsar hendingar, og þannig er einnig um setn-
ingar hjá Gísla verslunarmanni þegar hann las
Hans klaufa á barnaskemmtun. Á vorprófi einu
kom það í minn hlut að segja fram Gunnarshólma.
Á eftir sögðu hinir strákarnir: Svo að Kolskeggur
var bláu saxi gyrður yfir grund! Ég hafði sem sé
ekki gáð að því að hafa stutt skil á milli gyrður og
yfir, sem okkur hafði þó verið kennt, vegna efnis-
ins, en varð þó misfellunnar meðvitandi strax og
ég hafði sleppt hendingunni. Smásaga þessi er
til marks um það, að á þessum stað og þessum
tíma var — eins og sjálfsagt víðar — talsvert
vandað til lestrar og flutnings, og hef ég þess
vegna aldrei getað skilið, hvernig hægt er að gera
bókmenntum, svo sem kvæðum, sómasamleg skil
án ákveðinnar viðleitni til að kenna að flytja þau
í heyranda hljóði, þokkalega og frjálsmannlega.
En úr því að ég nefndi kindurnar og máifræðina
mína, sakar ekki að geta þess líka, að oft skemmti
ég mér við að flytja vísur og kvæði meðan ég
stóð yfir ánum á snjóaðri jörð, bæði af bók og
án bókar. Þær kindur, sem næst mér stóðu, urðu
stundum allar að augum og eyrum af undrun og
hættu að bíta, og ég hrósaði þeim fyrir að kunna
að meta góðar bókmenntir!
Þegar Haraldur Björnsson leikari var nýkominn
heim frá námi og hóf framsagnarkennslu, fór ég
brátt á námskeið til hans. Það var hressandi og
gagnlegt, en að meirihluta miðað við leiksviðið,
sem eðlilegt var. Síðar var ég hjá Sigurði Skúla-
syni og Lárusi Pálssyni.
Ég hef þá máske drepið nægilega á forsendur
vonbrigða minna yfir hinni alkunnu vanrækslu okk-
ar á munnlegri meðferð móðurmálsins, eins og
skólakerfið hefur yfirleitt búið að henni í fram-
kvæmd. Um það mál ritaði ég þrjár greinar í
Morgunblaðið um áramótin 1970—71, og flutti
meðal annars málstað þeirra, sem fordæmdu mál-
spillandi áhrif skeiðklukku-keppninnar, sem hafði
draugsligað lestrarpróf okkar í full fjðrutíu ár. Nú
hefur klukkukrafan verið dregin nokkurn veginn til
baka, enda hefur engri nágrannaþjóð okkar dottið
í hug að misnota hana á þennan hátt. En slæm
áhrif hverfa yfirleitt ekki í einu vetfangi. Nú þarf
mikið uppbyggjandi starf að fara fram á þessu
sviði.
Þá er ég kominn að þeirri spurningu, sem mig
langaði sérstaklega að leggja fram í blaði for-
eldranna, og leitast við að svara að nokkru. —
HVAÐ ER ÞAÐ Á HEIMILI BARNSINS,
SEM VEITIR ÞVÍ BESTA VEGANESTIÐ
í RAUNVERULEGRI MENNTUN [ ÍSLENSKU?
Athugum nokkur atriði. Þannig nema börn málið, að
það er fyrir þeim hat. Ég vona, að staðhæfa megi,
að hugsana-samskipti á heimili þurfa að fara fram
með sæmilega skynsamlegum og geðþekkum
hætti. Hugsum okkur nú, að fleiri eða færri ungir
nemendur í bekkjardeild hafi lært að nota móður-
mál sitt á heimili sínu með eftirfarandi árangri:
Þeir eru fúsir til að segja frá í skólastofunni,
spyrja og svara, eftir því, sem við á. Engin undir-
lægjukennd né heldur fráhrindandi stát. Setningar
eru rétt myndaðar og orðaval eðlilegt og ótvírætt.
Framburður skýr og líflegur, en laus við fum og
flaustur, enginn tónn tregðu eða lítilsvirðingar á
viðmælanda eða umræðuefninu. Reynt er að tala
sannleikanum samkvæmt eftir bestu vitund. Engar
villandi ýkjur, hvorki með orðum né áherslum.
Þegar slíkir nemendur eru kvaddir til að lesa eða
tala upphátt fyrir alla í stofunni, gera þeir það
skýrt og skilmerkilega, með fullri ábyrgðartilfinn-
ingu fyrir starfi sínu fyrir alla heildina. „Prúð og
frjálsleg í fasi“ er viðeigandi lýsing á þessu upp-
vaxandi fólki. Er það ekki hið eina eðlilega, þegar
kennari fær slíka nemendur í bekk sinn, að segja