Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 32

Foreldrablaðið - 01.01.1974, Blaðsíða 32
30 við sjálfan sig við nánari kynningu: Þessi börn eru í sannri raun hámenntuð í móðurmáli sínu, réttri notkun þess miðað við það sjónarsvið, sem mestu skiptir í menntun og menningu, en þau hugtök má ekki reyna að aðskilja, þó að það sé oft verið að reyna það, eins og til þess að afsaka ,,ómenn- inguna“ í ,,menntuninni!“ HEIMILIÐ GETUR LAGT TRAUSTA UNDIRSTÖÐU AÐ MÓÐURMÁLSMENNTUN Þarna er þá heimilið, sem hefur Iagt fram sitt ákvarðandi framlag. Heimilið getur lagt trausta undirstöðu að og byggt upp hina raunhæfustu móðurmálsmenntun, sem völ er á og er í fullu gildi hvar í fylkingu sem staðið verður á fullorðinsár- um. Þegar börn hafa vanist alúðlegum samtöl- um á heimilum sínum, bæði alvarlegs efnis og í léttari tón, svo og að hlýða á frásagnir þeirra eldri, eru skilyrði ræktuð fyrir áferðargott og samfellt tal í skólanum, og enn fremur fyrir lestraráhuga og lestrarkunnáttu. Að taka við því með skiln- ingi, sem setningar af töluðu máli tjá barninu með notalegri alúð þeirra, sem þykir vænt um það og veita því forsjá og aðhald í heimahúsum, býr hug þess undir að taka við því, sem bókin vill af sömu alúð og heimilisfólkið tala við það í heilum og vingjarnlegum setningum, sem koma einnig í röð og haldast í hendur, áhugavekjandi og fróðlegar. Það er svo eðlilegt, að bókin verði vinur, því að hún talar við mann, alveg eins og fólkið, sem er svo gaman og traustvekjandi að ræða við. En samstarfshugurinn er ekki alltaf efst á baugi á heimilunum, jafnvel þó að hinir ýmsu heim- ilismenn beri góðan hug til hver til annars svona undir niðri. Við skulum nú hugsa okkur andstæðu þess, sem að ofan var talið upp, nefnilega samtöl af fremur skornum skammti, en oft ónotalegs eðlis, bæði af hálfu barna og hinna fullorðnu, ýkjukennd- ar staðhæfingar ganga á víxl, bæði í orðavali og málróm, svo að báða aðila svíður undan endur- teknum árekstrum, sem eðlilegt er. Viðhorf barns, sem kemur úr slíku umhverfi í skólann, er oft hindr- unum háð í hegðunarviðbrögðum. Hvað móður- málið snertir vili oft búa að fyrri áhrifum, slitrótt orðræða og flóttalegt fas, sjálfsvarnartónn, ýkjur og ónákvæmni. Það er ekki fljótlegt verk að upp- ræta svona venjur. Þegar það kann að takast, sennilega með samtökum allra viðkomenda, þá hefur sá sigur unnist í meðferð móðurmálsins, sem hefur meira menningargildi en öll hinn prófkræfa kunnátta í málfræði ein nokkurn tíma getur haft. Og til að stytta mál mitt vil ég segja að lokum með nokkuð alhliða merkingu í huga: Ef hið sið- ræna viðhorf fær ekki efsta sætið, verður hin svo- kallaða menntun „aldrei barn í brók“, eins og gamla máltækið tekur til orða. ,,Nú — er þetta gamla nornin, sem kennir þér reikning?"

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.