Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 11

Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 11
Okkur kom líka ágætlega saman, henni og mér. ,,Hæ, Pal,“ sagði hún, þegar ég kom með vínið. „Svei mér ef þetta er ekki eins og í gömlu Harlem." Hún var ekki stór upp a sig, eins og margt dökkt lólk er þegar það er ekki mjög dökkt og hefur peninga. Ef sá gamli hefði ekki haft hana, þá hefði ég kannski reynt til við hana sjálfur. En hún átti svartan kunningja, sem vann í 135. götu — svo hún þurfti mín ekki við. Hún var alltaf að tala um liann við mig. Hún elskaði hann. Var vön að hringja til hans strax þegar sá gamli var kominn inn í lyftuna á leið til skrifstofunnar. „Má ég nota símann,“ spurði hún mig fyrsta morguninn. „Gjörið þér svo vel, fröken," svaraði ég. „Kallaðu mig Pálínu,“ sagði hún. „Ég er ekki l>vít.“ Og okkur kom ágætlega saman. Ég mat- hjó handa henni egg og flesk á meðan hún var að tala við kærastann sinn. Hún sagði honum að hún hefði náð í nýjan stórkarl. Jæja, dagarnir liðu. Alltaf var sá gamli með Pálínu. Hún hafði slegið þær ljósu út. En það var gott fyrir herra Lloyd. Hann var ekki leng- »r með þeim fínu. Og hann hætti að biðja mig að drekka með sér. Hann var vitlaus í þessari Pálínu. Vildi enga aðra. Hún hafði hann alltaf > góðu skapi. Hún söng fyrir hann dónalegar vísur, sem voru ekki dónalegar í hennar munni. Hún sýndist bara vera skemmtileg og góðlynd. Hún var fín, sú stelpa. Ágætt að hafa hana í húsinu. En hún vissi hvað hún var að gera. Sannar- lega vissi hún það. „Maður verður að leika á hvíta fólkið," sagði hún við mig. „Þegar maður verður að lil'a á því. Láta það halda að maður sé ánægður með þetta.“ „Það er rétt hjá þér,“ samþykkti ég. Hann keypti henni allt, sem hana langaði.í, °g var trúr við hana allan veturinn eins og hann væri giftur henni.. Var vanur að spyrja mig, þegar hún heyrði ekki til, hvað ég héldi hana langaði að fá. Ég veit ekki livað var að honum. fíann var vitlaus í henni eins og hvolpur. Hún var vön að eyða þremur kvöldum á viku >neð honum. Og hinum með vini sínum í Har- lem. Og það leið þó nokkur tími þangað til herra Lloyd komst að þessu með félaga sinn. Og þá var það af lneinni tilviljun. Hann sá Pálínu vera að fara á bíó með honum eitt kvöld — há- »m, svörtum, laglegum náunga, með demant á fingrinum. Og það kom illa við gamla mann- inn. Sama kvöldið náði hann sér í stúkusætí á Kabínklúbbnum. Þegar Pálína kom fram í sýn- ingúnnf klukkan tvö, lét hann kalla á hana til sín. Hann var .eins og hann væri brjálaður. Einkennilegt, en þessi ríki, hvíti rnaður var af- brýðisamur út í dökka náungann, sem liann hafði séð með lienni. Herra Lloyd afbrýðisam- ur út í negra! Þau rifust voðalega um morguninn þegar þau komu lieim í búðina. Fyrsta skipti, sem ég heyrði þau rífast. Pálína sagði lionum loksins, að hann gæti farið til andskotans. Já, hún sagði honum, að hún elskaði þennan svarta strák, að hann væri sá eini, sem hún elskaði í öllum heim- inum, og sá eini, sem lnin vildi. Þau voru bæði full, því að þau drukku milli þess sem þait töluðu. Ég hafði skilið eftir tvær flöskur af Haig og Haig á bakkanum, þegar ég fór að hátta. Mér fannst heimskulegt af Pálínu að tala svona, en hún var víst svo full, að hún hugsaði ekki út í það. „Já, ég elska þennan svarta strák,“ æpti hún. „Já, ég elska hann. Þú þarft ekki að búast við að geta keypt hjarta mitt líka.“ Og það særði þann gamla. Hann hafði alltaf haldið að liann væri góður elskhugi, og að kon- uin þætti vænt um hann, ekki aðeins vegna peninganna hans. Af jrví að allar vildu fá pen- ingana, létu þær hann standa í þeirri trú. Stúlk- urnar hans sóru allar að þær elskuðu hann, jafnvel þegar hann barði þær. En bölvuð brúna stelpan hún Pálína, lét sér auðsjáanlega standa á sama hvað hún sagði. Þeg- ar dagaði, byrjaði hún að formæla þeim gamla. Þá sló herra Lloyd hana. Ég gat heyrt það alla leið inn í herbergið mitt, þar sem ég var sof- andi, með annað augað opið. Eftir augnablik heyrði ég brothljóð, sem kom mér fram úr rúminu. Ég hljóp fram, gegnum eldhúsið, gegnum dagstofuna og opnaði herbergi lierra Lloyds. Pálína hafði hent í hann annarri viskýflöskunni. Nú flugust þau á eins og vitlaus væru á miðju gólfinu. „Farðu út héðan, drengur!" másaði herra Lloyd. Svo ég fór. En ég stóð fyrir utan dyrn- ar, ef ég þyrfti að hjálpa. Ef hún vildi hjálp, var ég tilbúinn. En Pálína spjaraði sig. Mér heyrðist sá gamli fara illa út úr því. Loksins hætti hávaðinn. Það varð svo hljótt, að ég hélt LANDNEMINN 5

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.