Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 14

Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 14
Jón Múli Árnason: XJm jazss og* f leira,- r\NNARS leika víst hvítir menn jazzinn betur en negrarnir, — sagði maður við mig um daginn, er jazz bar á góma. Þessi ályktun kom dálítið flatt upp á mig, því ég hef löngum álitið hið gagnstæða. Jazzinn er nú einu sinni kominn frá negrunum, rytminn er þeirra og melódiskt byggist hann á gömlum negrasöngvum, sálmura, vinnusöngvum og blues- um. Bandaríkjanegranum er jazzinn í blóð bor- inn, hann er mál hans og með honum túlkar hann tilfinningar sínar. Hvítir menn geta að vísu lært að leika jazz, og vegna náinnar sam- búðar hvítra Bandaríkjamanna við negrana, Ieika þeir jazzinn betur en Evrópumenn, — sem hafa fá tækifæri til að læra þessa negramúsik. £n að hvítir menn leiki jazz betur en negrar, það er eins fráleitt og að íslendingar tali betur ensku eða kínversku, en Englendingar eða K/n- verjar. Flest okkar geta líklega með mismunandi miklum erfiðleikum lært að tala þessi mál nokk- urnveginn lýtalaust, en fá sVo, að Churchill eða Sjang-Kai-Sjek heyrðu ekki einhverja galla. En hvernig stendur þá á því, að fjöldi manna álítur, að hvítir menn leiki jazzinn betur en negr- arnir? Skýringuna er að finna í afstöðu hvítu Bandaríkjamannanna til hinna svörtu. Allir vita, að í Bandaríkjunum eru negrarnir, samkvæmt fasistisku siðalögmáli, yfirleitt taldir óæðri manntegund. Þeir eru ofsóttir og beittir hvers konar misrétti, þeim er hrúgað saman í Iieilsuspillandi rottuholum, þeir eru látnir greiða fjórfallt hærri húsaleigu en hvítir menn, þeim er meinaður aðgangur að skólum, og jafnvel að skemmtunum, þar sem kynbræður þeirra skemmta, þeir eru sviftir kosningarétti eða hót- að lífláti, ef þeir notfæri sér hann (Bilbo) og yf- irleitt sviftir réttinum. En nú vill svo illa til, að á ýmsum sviðum skara þeir í'ram úr hvítum löndum sínum, (gáfna- vísitala svartra hermanna var hærri en hinna hvítu í síðasta stríði), og þessu þarf að leyna. Jón Máli Arnason. Auðmenn, og þar með ráðamenn í Bandarík.j- unum, hafa því með sér þegjandi samkomulag um að láta sem minnst á hæfileikum negranna bera. Hollywood gerir sitt. í kvikmyndum er negrinn oftast annaðhvort auðmjúkur og trygg- ur þræll eða góðlátlegur hálfviti. Eiginlegur jazz heyrist varla í amerískum kvikmyndum, en komi það fyrir, er gert sem minnst úr hinum svörru. Stundum gengur það jafnvel svo langt, að negr- arnir eru látnir leika á bak við, en hvítar stjörn- ur handleika hljóðfærin. Þetta og annað verður svo til þess, að menn segja eins og kunningi minn: „Annars leika víst hvítu mennirnir ja/.z- inn betur en negrarnir." Hitt er svo annað mál, hvort jazzinn eigi rétt á sér, — hvort hann sé list, — hvort að honum sé menningarauki. IlINGAÐ til hefur mönnum veitzt erfitt að skilgreina list, og þá einkum, hvar séu mörkin milli þess, sem listgildi hefur, og hins einskisnýta. Hitler og Göbbels sálugu voru þó komnir í allan sannleika um það eins og annað. Þeir bönnuðu „klessumálarana" og gáfu út furðulegt plagg, þar sem Ijótleiki og siðspillandi 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.