Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 22

Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 22
Crettn nú. Á þessari síðu LAND- NEMANS munu £ram- vegis birtast getraunir, gátur og annað ýmislegt efni til dægradvalar. Þar eð LANDNEM- INN er helgaður hags- munamálum og áhuga- málum islenzkrar æsku, fer vel á því, að æsku- fólkið, sem les hann, eigi þess kost að spreyta sig á andlegum við- fangsefnum til að stvtta skammdegið, sem nú fer í hönd. Alþýða íslands hefur um aldaraðir haft gaman af gátum, það sýnir Ijósast hinn mikli fjöldi snjallra íslenzkra gátna, sem alþýðan hef- ur varðveitt fram á þennan dag. Mun ég leitast við að birta í hverju blaði jafnan eina íslenzka gátu, þegar rúm og aðrar ástæður leyfa. Verðlaunagetraun. í hverju tölublaði verður ein aðalgetraun og fyrir rétta lausn hennar verða veitt eitt hundrað króna verðlaun. Get- raun þessa tölublaðs er fólgin í því, að skipta klukkuskífu með 3 línum í 4 reiti þannig, að tölurnar í hverjum reit fyrir sig verði samanlagðar 15. Að svo stöddu er ekki unnt að hafa skákdálk hér í blað- inu, sem þó væri mjög æskilegt. Til að bæta skákunnendum blaðsins það upp, mun ég til að byrja Myndin er af klukkusKÍju. um, beinum eða bognurn, skijunni i FJÓRA reiti SAMANLAGÐAR verði fyrir sig. Með ÞREMUR lín- á að skipta klukku- pannig, að tölurnar 15 i hverjum reit með birta skákþrautir á þessari síðu fyrir þá til að spreyta sig á. í skák- þraut þessa tölublaðs á hvítur að máta í öðrum leik. Aðrar getraunir verða á þessari síðu eftir því sem rúm leyfir. Hér er þraut fyrir þá lesend- ur, sem eru að lesa und- ir gagnfræðapróf: Snúra jafnlöng hinni hugsuðu miðjarðarlínu er lögð ofan á hana kringum alla jörðina. Ef skorið væri á snúruna og aukið við hana 20 metruin, hvað mundi hún lyftast langtfrájörðunni,ef hún lyftist jafnmikið allt í kring? Mundi íullorð- inn maður geta gengið undir snúruna? Rarnmíslenzka gátu hafið þið hér: Byrgir sól til saka mjög svelgir vatn og bjarkir. Felur bólið, fisk og drög, fjöllin, dal og markir. Hvítt á að máta í öðrum leik. Mtttakendur í verðlaunagetrauninni sendi ráðningar sínar til blaðsins í lokuðu umslagi merktu: Gettu nú. Ráðningarnar skulu í síð- asta lagi vera komnar til blaðsins fyrir 20. nóvember, annars eiga þátttakendur það á hættu, að raðningar þeirra verði ekki teknar til greina við verðlaunaveitinguna. Ef fleiri en ein rétt ráðning berst, verður dregið um verðlaunin. Munið að skrifa vel og skihnerki- lega nafn og heimilisfang. 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.