Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 21

Landneminn - 01.10.1947, Blaðsíða 21
Mannfyrirlitning. I útvarpserindi 17. ágúst s.l., sagö’i séra Sigurljjíirn Einarsson, dó- sent, þessi orð: „Manndýrkunin er eitt einkenni nazismans, mannfyrir- litningin annad.“ Glæpaverkin í Buchenwald, Auswitz og Dackhau vitna um sannleiksgildi þessara orða dósentsins, svo og hin alkunna dýrk- un þýzku þjóðarinnar á foringjan- um Hitler, meðan hann hét og var. Framkoma nazista utan Þýzkalands sannar einnig þessi orð dósentsins. íslenzkir nazistar hópuðust saman í porti Miðbæjarskólans hér á árun- um til að dýrka og vegsama Hitler, Göbbels og Himmler, og nú berast þær fréttir frá London, að nazistar þar efni til æsingafunda og hvetji lil Gyðingaofsókna. Um manndýrkun nazismans í Þýzkalandi strax árið 1933 má henda á þessi hvatningarorð í Hessische Landeszeitung það ár: ^Fram, þýzki nuiSur, fram, krístiS fólk! Sannur GuS cr meS oss. Yfir oss er hans sterka höml. Og Hans SmurSi er vor baráttufélagi. GuS á himnum hej- ur sent oss sinn hjálpara, Foringjann.“ í Niirnberg var sá dæmdur til dauða, sem stjórnaði Gvðingaof- sóknunum í Þýzkalandi. Hann hét Julius Streicher. Strax árið 1933 hafði sá mannhatari byrjað herferð sína gegn þýzkum Gyðingum og víl- aði hann sér ekki við að beita hin- um óþverralegustu aðferðum í iðju sinni. Þetta ár gaf hann út einmitt í Niirnberg blað, sem bar nafnið „Stiirmer“. í þessu blaði var strax í upphafi hægt að sjá, hverjar fyr- irætlanir nazistanna voru. Ef borg- arablöðin um heim allan (þar með talin þau íslenzku) hefðu lagt meiri rækt við það að afhjúpa liinar villi- mannslegu fyrirætlanir þýzku naz- istanna heldur en að afflytja mál andnazismans í Þýzkalandi, t. d. í sambandi við þinghúsbrunann, þá er ekki að vita, nema við hefðum Mannhatarinn Julius Streicher. sloppið við hina miklu síðustu heimsstyrjöld, sem var háð til að leggja nazismann að velli. Þótt horgarablöðin hafi algjörlega svik- izt um þetta, j)á er samt ekki of seint að reyna að bæta upp skaðann og birta nokkrar glefsur úr blaði Streichers. Á forsíðu „Stúrmers“, 30. tölu- hlaði, júlí 1933, er þessi fyrirsögn gleiðletruð: „Dauði Gyðingurinn“, og undirfyrirsögn: „Fritz Rosen- felder er svo skvnsamur að liengja sig.“ Skýrt er frá því að llosenfeld- er, sem var formaður fimleikafélags í Cannstadt, hafi framið sjálfsmorð, eða „horfið til hallar Abrahams,“ þegar hann hafi verið rekinn úr fimleikafélaginu. Síðan segir „Stúr- mer“: „Hvernig hann dó, vitum við ekki, hann hefur sennilega hengt sig. í sín- um frábæra gyðingalega barnaskap, lét hann eftir sig kveðjubvéf, til að vekja athygli. Það er svona: „Kæru vinir. Þetta er mín hinzta kveSja. Þýzkur GySingur gat ekki feng- iS af sér aS lifa, vitandi þaS, aS hann var talinn föSurlandssvikari af þeirri hreyfingu, sem hiS þjóSlega Þýzkaland vœntir lausnar af. Eg jcr héSan án hat- urs og gremju. lnnileg ósk gagntekur mig: Bara aS skynsemin haldi innreiS sína aftur. Þar sem mér, þangaS til, er ekkert starf mögulegt, sem ég gœti fellt mig viS, reyni ég meS sjálfviljugum dauSa mínum aS ýta viS mínum kristilegu vin- um. ÞiS gctiS af þessu verki mínu séS hvernig komiS er fyrir þýzkum GySing- um. Hve miklu fremur hefSi ég kosiS aS deyja fyrir föSurlandiS. SyrgiS ekki, held- ur reyniS aS frœSa, og hjálpa sannleik- anum til sigurs. Þannig voltiS þiS mér mestan heiSur. Ykkar Fritz.“ Og „Stúrmer“ lieldur áfram: „Ef Gyðingurinn Fritz Rosenfelder hef- ur haldið, að hann með þessu gæti breytt hug Þjóðverja til hins gyðinglega kyn stofns, þá hefur hann dáið til einskis. En við gleðjumst yfir honum, og við hefðum ekkert á móti því að kynsystkini hans færu eins að. Þó hefði í raun og veru „skynsemin haldið innreið sína aft- ur,“ í Þýzkalandi. Og gyðingavandamálið væri leyst á einfaldan og friðsaman hátt. Við værum þá reiðubúnir til að veita hin- um látnu síðustu fylgd og skjóta þreni drynjandi skotum upp í loftið, Jahve til dýrðar." Eitt af hinu fasta efni „Stúrmers“ var að Ijósta á viðbjóðslegan hátt upp um einkamál þýzkra stúlkna. Á 4. síðu sama tölublaðs af „Stúrmer1' stendur jtetta: „Berta Miele, Altstrasse, Göppingen, 19 ára göniul, hefur mök við Gyðinginn Riese. Þar eð einn Gyðingur nægir henni ekki, á hún einnig vingott við Gyðinginn Guggenheim. Hún sést oft á nóttunni standa með öðru hvorum Gyðingnum í dimmum húsaskotum. Hún getur sjálf gert sér í hugarlund hvernig fara muni fyrir þeim, ef þau verða oftar staðin að þessu.“ Á sömu síðu: „í Adlerstrasse 31, Núrnberg, hefur Gyðingurinn, eigandi firmans Wellhöfer & Co. Zirndorf, ríkmannlega íbúð. Hann sést oft við hlið þýzkra stúlkna. Ein þeirra kvenna, sem gleymt hafa kynstofni sínum, og enn þykir heiður að því að eiga vingott við Gyðinga, er Inge Manger, Regenburgerstrasse 144, Núrnberg. Hún er svo ósvífin að láta sjá sig með Gyð- ingum á opinberum veitingastöðum." Svona skrifaði Gyðingahatarinn Julius Slreicher 1933. Þegar hann var hengdur fyrir glæpaverk sín í Núrnberg 1947, var engum viðhafn- arskotum skotið upp í loftið. Glefsur úr N. S. LANDNEMINN 15

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.