Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 6
Etatsráðið átti pútnahús
Rithöfundurinn Hans Kirk skrifaði nýlega grein í
danska blaðið Land og Folk, þar sem hann lýsti ferli
danska athafnamannsins H. N. Andersen, sem í Dan-
mörku hefur löngum verið nefndur sem dæmi um
það hvað atorka og dugnaður getur borið menn af
lágum uppruna langt í auðvaldsþjóðfélagi. Ýmsir ís-
lendingar munu kannast við nafnið, H. N. Andersen
var á fyrstu áratugum aldarinnar sá maður, sem mest
ráð hafði í Danmörku. Hans Kirk grefur upp ýmis-
legt honum viðkomandi, sem að vísu hefur verið vit-
að, en farið lágt.
H. N. Andersen var kominn af fátæku fólki og eng-
inn æviritara hans lætur þess ógetið. Ungur réðst hann
í siglingar og varð stýrimaður á skipi sem sigldi til
Austurlanda. Hann sá brátt að miklir möguleikar voru
á auðfengnum gróða í þessum löndum, þar sem imper-
íalisminn var þá fyrst að hefja ránsferð sína. Hann
lagði allt sitt sparifé í glæfralegt gróðafyrirtæki og
tókst að tvöfalda það. Síðan gekk saga hans einsog
ævintýri, a.m.k. ef maður á að trúa æviriturum hans.
Fyrir atorku og dugnað hans græddist honum æ meira
fé, hann stofnaði Östasiatisk Kompagni, sem brátt varð
eitt öflugasta auðfyrirtæki Danmerkur. Hann öðlaðist
æðstu metorð, varð etasráð og hollvinur konungsfjöl-
skyldunnar. Saga hans var sem sagt glæsilegt dæmi
um að auður og virðing eru laun framtaks og atorku.
En það eru ýms atriði á lífsbraut þessa merka manns
sem þarfnast nánari skýringar. Það hefur t.d. aldrei
verið ljóst, á hvern hátt hann ávaxtaði fyrstu gróða-
peninga sína. Það var vitað, að hann keypti fyrir þá
gistihús í Bangkok. Kirk segir: „Um fyrsta fyrirtæki
hans í þessari borg eru æviritarar hans heldur þögul-
ir. Það þarf engan að undra, því að sjómannagisti-
húsið, sem hann keypti fyrir gróðann á teakviðskipt-
unum, bar óþægilega mikinn svip af hóruhúsi. En
hinar vingjarnlegu starfstúlkur gistihússins græddu
svo mikið fé til handa hinum framtakssama unga
sjómanni, sem seinna varð bæði etatsráð, fílsriddari og
þjóðardýrlingur, að hann gat stofnað eigið verzlunar-
fyrirtæki Andersen og Co.“ Um fyrstu ár þessa fyrir-
tækis eru æviritararnir líka heldur hljóðir, en seinna
fréttist að Andersen hefði bolað félaga sínum í fyrir-
tækinu út úr því, eftir að hann hafði notað sér nafn
hans og peninga. Þegar fjölskylda mannsins mörgum
árum seinna lét gefa út bækling um málið, keypti
Östasiatisk Kompagni upplagið og eyðilagði það. Síð-
an borgaði Andersen þessum félaga sínum stórfé fyrir
að þegja.
Slíkt var þá upphafið. Seinna varð Andersen einsog
áður er sagt einn mesti valdamaður í Danmörku, og
það hefur komið í ljós á síðustu árum, að hann átti
einn mestan þátt í þeim stjórnarskiptum og stjórnar-
farsbreytingum, sem áttu sér stað þar um aldamótin.
Þá hélt þingræðið innreið sína í Danmörku, og að
svo varð, mátti þakka Andersen, sem átti innangengt
hjá konungsfjölskyldunni og hafði reyndar keypt eina
fátæka grein hennar með húð og hári. Andersen sá
nefnilega, að stórauðvaldinu var það fyrir beztu, að
brugðið væri hulu lýðræðis og þingræðis yfir ráns-
þjóðfélag þess.
Enn eitt atriði í ævisögu þessa merka manns er
þess eðlis, að rétt er að draga það fram fyrir íslenzka
lesendur. Það bregður ljósi yfir hið morglofaða
prentfrelsi auðvaldsþjóðfélagsins. Enn muna margir
hér á landi, þegar Kristján tíundi notaði sér einræðis-
vald það, sem honum bar samkvæmt dönsku stjórn-
arskránni og vék frá löglegri ríkisstjórn til að koma
að annarri, sem honum þótti líklegri til að framfylgja
kröfum Stórdana í Slésvíkurmálinu. Politiken, sem
þá þegar var orðið áhrifamikið blað. skrifaði þa for-
70 LANDNEMINN