Landneminn - 01.12.1952, Síða 7

Landneminn - 01.12.1952, Síða 7
Maximo Pacheco: Sofandl hermonn. (Pennateikning, 1934). ystugrein, sem hét Landflótta konungar, þar sem Kristjáni tíunda var gefiö í skyn, að ef hann léti ekki af afskiptum sínum af stjórn landsins, þá hefði danska þjóðin öll tök á því að losa sig við hann. Þessi grein og sú afstaða sem blaðið markaði með henni kom náttúrlega illa við hið konungholla etats- ráð, sem hafði lagt mikið fé í að tryggja sér vináttu konungs og skyldmenna hans. Hann fyrirskipaði aug- lýsingabann á Politiken. Fjárhagsgrundvöllur blaðsins hrundi og fyrst þegar hlaðið var að því komið að gefa upp öndina, uáðust sættir og banninu var aflétt. Síðan hefur aldrei staðið eitt illt orð í því um hina raun- verulegu valdhafa landsins eða vinafólk þeirra. Andersen ótti lika mikil skipti af Landmandsbanka, sem dró íslandsbanka með sér í gjaldþrotið. Þá fórn- aði hann tveimur af vinum sínum Emil Glúckstadt bankastjóra og Harald Plum. Plum þessi var forstjóri Transatlantisk Compagni, duglegur fjáraflamaður en dálítið einfaldur. Hann hafði farið að blanda sér í hin æðri stjórnmál, og hafði barizt fyrri aukinni íhlut- un gegn bolsévikum, sem þá voru nýkomnir til valda. Andersen þótti hann voga ,sér heldur hátt óg felldi liann. Pium lézt skömmu síðar á voveiflegan hátt. Þessi fáu atriði bregða nýju ljósi yfir æviferil þessa harðsnúna fjáraflamanns og mikilsvirta etats- ráð. Þó verður ekki sagt, að saga hans sé neitt eins- dæmi. Ef betur væri að gáð mundi sjást, að svipað ætti við um marga þá „atorkumenn“ sem auðvalds- þjóðfélagið lítur upp til. Sumir munu kannski minn- ast dæma frá íslandi og þarflaust að rekja þau nánar. Það mundí líka varða við meiðyrðalöggjöfina. LANDNEMINN 71

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.