Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 9
GEIR KRISTJÁNSSON: m A grasinu Þetta, a‘ð finna gamlan sjóliða í bólinu hjá henni, þegar maður kem- ur heim ... að vera rekinn út aft- ur af sínu eigin heimili án þess að fá eins og fingurbjörg af brenni- víni neðan í bolla ... að hafa norpað við gluggann á gaflinum og hlustað á marrið í rúminu og fund- ið að þetta marr eggjaði mann til að standa og hlusta þangað til allt var þagnað og hrollurinn seildist niður á milli herðablaðanna og maður varð að halda sér í leppun- um til að hafa hann í burtu um leið og maður drattaðist niður holtið og ofan á veginn . . . að hafa ekki borð- að nema eitt einasta egg niðurí Verkamannaskýli strax og þeir opn- uðu, að vera næstum búinn úr kog- araglasinu frá því um níu leytið og geta ekki keypt annað glas sjálfur, fá það ekki afgreitt jafnvel þótt maður kæmi með peninga ... að sitja á þúfu upp'á Arnarhól og horfa á fólkið og dúfurnar og verða blautur á rassinum af grasinu ... að sjá engán sem skilur að maður er eiginlega ekki neinn vanalegur róni heldur ógæfusöm manneskja, að hitta engan sem hægt er að tala við og hægt er að segja sína ástar- sorg . . . alla söguna eins og hún gekk og eins og hún gengur og eins og hún mun alltaf ganga . . . að eiga ekki heima í þjóðfélaginu og komast ekki á prent í skattskránni jafnvel þótt maður reyni að standa undir konu og heimili og eigi trygg- an íverustað í bragga fyrir innan bæ þegar engir aðrir þurfa að nota hann og þegar hún lendir ekki í því, eða nappar engan eða er sett í steininn eða kjallarann . . . og þó elskar maður hana og er giftur henni og hefur rétt eiginmannsins til að fara á stöðina, þegar hún sést ekki í sjoppunum og spyrja þá hvort þeir hafi tekið hana og þeir eru skyldugir til að svara manni, því þá er maður í rétti sínum og þó að maður sé ekkert fyrir reki- stefnur og leggi þetta ekki í vana sinn, þá er þó þægilegt að vita, að maður getur gert þetta og verið í rétti sínum gagnvart lögreglunni, því giftingin er lögleg með presti og tveim læknisvottorðum þar sem stendur: giftingarfær og þó maður sé raunamaður í þessu hjónabandi og í ástarsorg eins og ástatt er, þá er það þó líka gott að vera í ástar- sorg því þá líður manni vel og hef- ur eitthvað til að tala um og þarf ekki endilega bara að slá um túkall heldur einnig að leita ráða og er ekki eins einn eins og þegar maður hefur ekkert að segja og þó að margir af þeim sem maður gjarnan vill tala við gangi fram hjá manni og horfi í gegnum mann eins og maður sé rúðugler þá er maður þó ánægður á meðan maður á eitthvað á glasinu og getur fundið notaleg- heitin í maganum og situr og horfir á dúfurnar og fólkið sem á erindi á götunum, eða bíður eftir strætis- vagni á torginu og þó að þetta sé búið sem eftir er á maður næstum fyrir nýju glasi og getur verið ró- legur og kannske labbað heim upp- úr hádeginu og lagt sig, því þáx verður hann búinn að ljúka sér af og farinn og annað hvort hefur hún líka farið að dobbla annan eða sef- ur og er sloj og rumskast ekki þó hann hátti hjá henni og þá getur hann kannski notað sér það á með- an hún sefur og lætur sig dreyma um Tyrone Power sem hún heldur að hafi gefið sér hundrað dollara til að stofna „hús“ fyrir og ráða stúlkur og koma skipulagi á hissn- essinn, því eftir að herinn kom var hægt að fá nóg að gera og líka af skipunum og ekkert vantaði nema samtökin og hann gæti haldið til ])ar líka og þau verið gift áfram og búið saman, því þeir sóttust oft meir eftir giftu kvenfólki en hinseg- in og fannst það meira gaman og miklu öruggara og hann gæti hald- ið áfram að vera í ástarsorg og haldið áfram að vera ógæfusöm manneskja og haft nóg til að tala um við þá sem liann hitti og ekki skopuðust að mannlegum tilfinn- ingum eða sendu honum glósur á- lengdar og þá þyrfti hann ekki lengur að ráfa um hólinn og Stræt- ið eins og hann væri búinn að týna sálinni og svo löngunarfullur í dropa eins og innýflin væru skrúbb- uð með stálburstum . . . og geta ekki setið kyrr á neinum stað en leita að kunnugu og ókunnugu fólki sem ekki var alltof fast á löggina eða túkallinn og þó að hann vildi kannske heldur að þau rifu sig upp- úr þessu og þó að hann segði við hana að nú skyldu þau hætta og sýna borgurunum að þau væru manneskjur og þó að hún lofaði því og sæti heima og hann færi niður í bæ og slægi mann sem hann LANDNEMINN 73

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.