Landneminn - 01.12.1952, Qupperneq 11

Landneminn - 01.12.1952, Qupperneq 11
En þar sem þessi menntun er knýjandi nauðsyn, tekst auðvaldinu aS sjálfsögSu ekki aS koma í veg fyrir aS hennar sé leitaS og þaS af sífellt meiri þörf — bœSi meS venjulegum skólanámi og utanskóla. ViS sem þekkjum menntun íslenzku framhaldsskól- anna, og höfum haft sósíalismann, sem aSalfag alla okkar skólatíS, vitum hve gersamlega óhæf grautar- fræðsla þessarra skóla er tii að búa menn undir ný- sköpun og þarfafleiðandi öra pólitíska þróun. Sá skólabróðir, sem ekki hefur tileinkað sér grundvallar- atriði sósíalismans að gagni, er í rauninni menntunar- snauður, andlega vegvilltur gagnvart meginmálum umhverfisins og skortir algerlega hæfni til að velja og hafna í grautarnámi sínu. títkoman verður: Grautarhaus með prófi. Og prófið er það eina sem skiptir máli fyrir slíkan mann. Hann er hæfur til sölu. Hann hefur menntazt til að verða „ríkur,“ ekki til að verða maður. Slíkur maður er vera, sem skilur ekki eðli eða tilgang kaupandans. Þetta er sölumennt- un, auðvaldsmenntun lil aðgreiningar frá hinni sönnu menntun, sem fæst aðeins með lestri vísindarita marxismans. Með slíka sölumenntun í lífsnesti heldur enginn maður virðingu um miðja 20. öld, öld sósíalismans. Enda er það orðið hversdagshlutur að heyra íhaldsmenn og aðra ruglaða borgara, reyna troða því upp á sósíal- ista, til að bjarga virðingu sinni, að þeir séu „í hjarta sínu“ sósíalistar og liafi alltaf verið það! Hugrekki til svona yfirlýsinga kemur oftast í víndrykkju og hæfilegri fjarlægð frá vinnuveitanda. Jafnvel harð- svíraðir kapilalistar veita sér slíkan „hjartasósíal- íema“, sem annan lúxus (sbr. líka Pétur þríhross). Er við öðru að búast eins og komið er fyrir auð- valdinu. Er ekki farinn af því allur virðuleikasvipur. Það er tæplega eðlilegt að nokkur vitiborinn maður vilji kannast við það, það er gjaldþrota á öllum svið- um. Enginn leyfir sér að halda því fram að það sé sigurstranglegt — eigi framtíð, nema eiga á hættu að verða að athlægi. Það á ekki lengur neinar áætlan- ir nema um stríð. Þær áætlanir eru settar fram af andagift nauðsynjarinnar. En þær standast ekki frek- ar en annað hjá örjrrola auðvaldinu. Það á að vera komið úr tízku fyrir löngu, nð viðurkenna þá mennt- aða, sem ekki liafa skólað sig — í eða utanskóla — til andstöðu við þetta vald. Sá sem efcki er viðtalshæfur um sósalisma í dag, verðskuldar ekki lieitið menntaður maður. Og sósíal- isti má ekki líta á hann sem slíkan, heldur finna sig honum meiri, líta á liann sem nemanda, sem ber að kenna grundvallarfræðslu nútíma menntunar, sósial- ismann. Slík forgangenauðsyn og undirstaða er sósíal- isminn orðinn í þekkingu nútímamannsins. Engin önnur fræði eni til, sem geta komið í stað marxist- iskra fræða. Þessu ber að muna eftir og haga sér í huga og tali samkvæmt því gagnvart sölumenntuðu fólki, hvar sem það hittist fyrir í þjóðfélagsstiganum. Þessi grundvallarmenntun er útlæg gerð úr öllum fræðl=lustofnunum í auðvaldsríki. Öll menntun um eðli og lögmál auSvaldöþjóðfélagsins, kreppur þess, öll menntun um verkalýðinn og atvinnutækin og um eðli auðvaldsstórvelda og nýlendur er fyrir borð bor- in. Allra vit eru fyllt með lýgi, rógi og yfirborðs- fræðslu um ríki sósíalismans. En J)að tekst samt ekki að útiloka okkur frá þess- ari menntun. Það er aðeins hægt að tefja okkur. Marxislisk víisdndi verða ennþá að lærast utanskóla. Nám þeirra verður að fara fram: I viðræðum, í les- hringjum, í fyrirlestrum, blöðum sósíalista og tíma- ritum en þó einkum í gegnum þrotlaust, ævilangil, sjálfsnám af fræðibókum sósíalismans. Auðvitað eigum við, sem tileinkað höfum okkur sósíalismann, ekkert með að setja okkur á háan liest og tala til annarra með kennaratilfinningu, fyrr en við höfum komizt á nothæft þekkinganstig sjálfir — í fræðikenningu sósíalismans- og jafnframt öðlast nægilegan skilning á því ástandi, sem hinum marxist- isku hugsunaraSferSum og kenningum skal beitt á. Það má hvorugt vanta, hvorki þekkingu á marxis- manum né þefckingu á því ástandi, sem um skal fjall- að. Því meiri þekking á hvoru um sig, þeim mun meiri árangur í að kenna öðrum. Það er til sægur af mönnum úr öllum greinum at- vinnu og skólum, sem ekki eru sósíalistar, en geta fært sósíalista mikilsverðar upplýsingar og fræðslu um sitt svið. Enginn á að hlusta á, vega og meta slíkan fróðleik af meiri þolinmæði og athygli en marxistinn, hinn sannmenntaði mað’ur. Hann á þá í mörgum tilfellum auðvelt með, í krafti sinnar marx- istisku undirstöðumennlunar, að þakka fræðaranum, pólitískt óþroskaða, með því að gefa lionum nýtt við- horf til eigin mála marxistiskt viðhorf. Það er á hina marxistisku fræðslu sem leggja ber allt kapp. Með því fæst sú menntun, sú nýsköpun í andanum, sem ein getur samsvarað hinni öru efna- hags- og stjórnmálaþróun okkar tíma. Að þau fræði séu vel numin og af sem mestum fjölda, er skilyrði þess, að við náum aftur valdi yfir okkar nýsköpun og okkar landi. . . Olajur Jensson. LANDNEMINN 75

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.