Landneminn - 01.12.1952, Qupperneq 13

Landneminn - 01.12.1952, Qupperneq 13
MARTEINN MARKÚSSON: Sögukafli úr óprentuöu handriti. Vestanhryðjurnar lömdu húsin, og snjókófið sveifl- aðist fram og til baka um götuna og skóp margvís- legar myndir sem svifu í loftinu. Ljóskerin titruðu, og hinn gulbleiki ljósbaugur umhverfis þau hrykkt- ist til í vindhviðunum, og stöku sinnum hvarf hann í sortann. Diddi stóð í kjallaradyrunum og starði út, og þegar élið var liðið hjá hneppti hann að sér jakkanum, stakk höfðinu í vindinn, liljóp út úr portinu og niður göt- una, og linaði ekki á sprettinum fyrr en inni á gangi stóru timburverksmiðjunnar, þar sem hann vann. „Þessi læti,“ tautaði hann og blés, „alltaf eins þegar hann er á vestan.“ Síðan hengdi hann upp jakkagarminn, sem hann var í utanyfir, og stakk sér niður í spónabinginn, hljóp svo niður hallann, festi poka á grindina og hóf moksturinn. Úti fyrir hamaðist haglélið, svo glumdi í hurðinni, og þegar vindhviðurnar kipptu í húsið svo brast i rúðunum, vingsaðist ljóskerið sem hékk niður úr loft- inu, til og frá. Annað veifið leit hann upp að lofts- gatinu og tauataði: „Nei ekki enn, ekki kemur hann enn, finnst líklega veðrið vont.“ Þegar leið að hádegi urðu élin strjálli og seinni- partinn lygndi og gerði bezta veður, og Diddi mokaði spæninum í poka, og færði þá fram að dyrunum, gaut augum upp að loftsgatinu og tautaði: „Ekki kemur hann, kannski er hann hættur, já, hver veit, kannski.“ En hann kom. Það var farið að skyggja úti, og hann læddist inn ganginn, opnaði hlerann hljóðlaust og hlassaðist niður á spónahrúguna, og þegar Diddi leit til hans hvæsti hann og brá grönum. Diddi festi poka á grindina og fór að moka og blístraði Iagstúf, en maðurinn uppi í bingnum færði sig neðar. Allt í einu tók Diddi undir sig stökk, og hljóp upp í binginn. Þá brá hinn snöggt við, stóð á fætur og ætlaði að ná til uppgöngunnar, en varð of seinn. Diddi henti sér flöt- um, og náði taki um fætur hans, svo hann féll áfram niður í spænina. Síðan tókust þeir á og bárust til og frá, og spænir og trjáviðarsalli hvirflaðist upp, og ekkert sást fyrir ryki, en við og við heyrðust blástrar og sog, og að síðustu ultu þeir fram á gólfið. Diddi var ofan á þegar þeir komu niður og settist klofvega á hinn miðjan, og tók um kverkar honum báðum höndum. „Nú hef ég þig,“ tautaði hann og skyrpti út úr sér froðu og spónasalla, en maðurinn öskraði. „Ég drep þig,“ hvæsti Diddi og herti að svo hann blánaði í framan. „Ég drep þig, ef þú svarar mér ekki.“ Svo linaði hann takið. „Ætlarðu að svara því, sem ég spyr þig?“ „Já, já,“ sagði maðurinn þegar Diddi gerði sig líklegan til að herða að hálsi hans aftur. „Segja mér hver þú ert og hversvegna þú ert að koma hingað og allt?“ „Já já, ég skal géra allt,“ vældi maðurinn, „ég skal gera allt eins og þú segir, ef þú sleppir mér.“ „Viltu sverja það?“ „Já, ég sver, ég skal gera allt, ég skal ekki ljúga.“ Og Diddi smálinaði takið, og þegar hann fann að maðurinn hreyfði sig ekki, reis hann á fætur og gekk yfir í binginn, og stóð svo milli hans og uppgöng- unnar. Maðurinn settist upp og þuklaði sig um hálrinn, og skyrpti blóðlituðum spónasalla, og reis svo sein- lega á fætur, og Diddi fylgdi honum með augunum. „Til hvers ertu alltaf að koma hingað?“ hvæsti hann að honum, og urraði eins og hundur, — „já til hvers, svaraðu!“ „Ég efast um að þú hafir gott af að vita það,“ sagði maðurinn með hægð. „Þú lofaðir að svara,“ sagði Diddi og gnísti tönn um og gekk einu skrefi nær. „Já, já,“ sagði maðurinn glottandi, og rétti upp LANDNEMINN 77

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.