Landneminn - 01.12.1952, Page 14
aðra hendi. Svo þögðu þeir augnablik og horfðust í
augu.
„Ég hafði hér vinnu,“ sagði maðurinn og titraði
kringum munninn, — „ég hafði hér vinnu, en þú
stalst henni frá mér.“
„Það er lygi,“ œpti Diddi, og óð að honum með
krepptan hnefann.
„Spurðu þá uppi,“ sagði hinn og hopaði undan,
„spurðu þá hver hafi haft hér vinnu við að láta spær.i
í poka, spurðu þá, ég heiti Jón. Já, spurðu þá bara,
ég heiti Jón Jónsson.
„Já en,“ stamaði Diddi, „ég var ráðinn hér af því
það vantaði mann. Já, fulltrúinn réð mig af því það
vantaði mann.“
Þá sneri Jón Jónsson sér undan og hló, eða þóttist
hlæja. Það urgaði í honum og andlitið skældist:
„Spurðu þá,“ sagði hann svo aftur og vafraði um.
„Spurðu 'þá hvort hér hafi vantað mann.“
„Segirðu alveg satt,“ sagði Diddi, „geturðu svarið
það?“
„Já, ég get svarið það,“ sagði hinn, og rétti upp tvo
fingur. „Ég, Jón Jónsson, hafði hér fastavinnu við að
láta spæni í poka.“
„Ég get ekkert gert að því,“ sagði Diddi og gekk til
hans, „ég fór bara hingað í vinnu, ég sver að ég gat
ekkert að því gert.“
„En þú gætir kannski svarað því af hverju þú ert
hingað kominn og af hverju þú tókst vinnuna frá
mér. Keyptirðu þig inn, ha?“
Þá hringdi klukkan, og þeir urðu samferða upp.
„Nei nei, ég á ekkert, fulltrúinn ætlaði hara að
hjálpa mér,“ sagði Diddi og gekk fram ganginn, rétti
hönd inn í fataskápinn og tók jakkann.
„Jæja, þú hefur kannski lent í einhverju, eða frels-
azt, — kannski þú hafir frelsazt.“
„Já, ég lenti í dálitlu,“ sagði Diddi um leið og hann
fór í jakkann . ..
Og mennirnir komu út úr vélasalnum og gengu yf-
ir að henginu, og tóku yfirhafnir sínar.
„Hvað er að sjá, Diddi, ætlarðu að stela mínum
jakka?“
Diddi var að leggja af stað út, en nam stáðar og
leit niður á jakkann, og sneri sér svo að manninum,
stamaði og roðnaði: „Ég var að tala og gáði ekki að
mér.“
„Þinn jakki er bölvaður ræfill,“ sagði hinn og hló,
„en minn er alveg nýr — ja, þú ert séður.“
„Ég var að tala, ég ætlaði ekki að gera það,“ sagði
Diddi, og gekk við hlið mannsins út ganginn og hélt
í arm hans. En maðurinn hló. „Þú hefðir grætt á
því, þú hefðir bara stórgrætt á því. — Þú hér, Jónsi?“
sagði hann svo, og sneri sér að Jóni Jónssyni.
„Ég leit bara hingað, svona til að sjá hver hefði
tekið við af mér.“
„Og lízt þér ekki vel á hann? Diddi er bezti strák-
ur, ég veit þið verðið vinir, perluvinir.“
„Ég sver, ég ætlaði ekki að taka jakkann,“ sagði
Diddi og mændi upp á manninn.
„Gerir ekkert,“ sagði hann hlæjandi um leið og
hann fór, „það er sko allt í lagi.“
Og Diddi og Jónsi röltu þegjandi upp götuna, og
snjókornin sátu í hrúgum í vari við rennusteinana, og
á stöku stað hvirflaðist snjóföl fyrir vindsveipum.
„Lentirðu í þjófnaði?“ spurði Jón Jónsson loksins.
„Já, ég lenti í dálitlu, en ég hef lifað heiðarlegu
lífi. Ég sver, ég ætlaði ekki að taka vinnuna frá þér
— og svo þetta með jakkann. Þú sást að ég ætlaði
ekki að taka jakkann.“
„Ég sá ekkert, þú tókst hann, en kannski hefurðu
ekki ætlað að taka liann, en það skiptir engu máli. Það
er ekkert sem skiptir máli þegar maður er kominn í
hundana.“
„Þú?“ spurði Diddi og leit á hann: „Þú kominn í
hundana? Hefur þú ekki lifað heiðarlegu lífi?“
Þá hló Jón Jónsson aftur, eða þóttist hlæja. Hann
rak upp skræk og skældi sig: „Það heldurðu að sé
Undir lok úætlunarinnar er skugRamynd þessi orðin
að vcruleika í efnahaRslífi ,,MarsIiaH“-Iandanna.
78 LANDNEMINN