Landneminn - 01.12.1952, Side 15
mælikvarðinn á afkomuna,“ sagði hann og öskraði,
og veltist um af uppgerðarhlátri. Og Diddi starði á
hann og gapti. Og upp á götuhorninu námu þeir stað-
ar og horfðust í augu.
„Já, þú ættir að koma í heimsókn,“ sagði Jón, „korna
og sjá, kannski konan mundi tala við þig. Það er allr
í lagi, ég veit þið yrðuð beztu vinir. Komdu bara“ —
og hann hélt áfram upp götuna. Og Diddi eigraði á
eftir og tautaði: „En ég get ekkert að þessu gert, ég
var ráðinn.“
Snjóúðinn seytlaði á móti þeim niður götuna, og
skýin uppi yfir þeyttust til austurs, og úlfgráir kólgu-
klakkar sendu frá sér mórauðar þokuklær niður í
hafið. Og Jón Jónsson opnaði hliðið á spalagirðing-
unni meðfram gangstéttinni og gekk heim að húsinu.
„Ég hef ekkert að gera heim,“ sagði Diddi, og nam
staðar fyrir utan. „Þú getur farið í vinnuna á.morg-
un.“
Jón Jónsson kváði og sneri við.
„Þú getur farið í vinnuna á morgun,“ sagði Diddi
aftur, „ég fer þangað aldrei, nei, aldrei.
„Ertu orðinn vitlaus, að sleppa fastavinnu? Það
eru ekki allir sem eiga kost á fastavinnu.“
„Ég læt ekki stela vinnu frá öðrum handa mér, það
er þá eins hægt að stela sjálfur.“
„Já, en góði minn,“ sagði Jón Jónsson. „Þetta er
alvanalegt, sumir kaupa sig inn, aðrir eiga kannski
mann að á æðri stöðum, og enn aðrir selja úr sér sál-
ina. Og svo ætlar þú að spila þig stóran, þú.“ Og Jón
Jónsson veltist um af hlátri.
„Ég fer ekki aftur,“ endurtók Diddi, „aldrei, ég fer
aldrei aftur.“
„Eruð þið mörg?“ spurði Jón Jónsson, og kom til
baka, og lagðist fram á hliðgrindina.
„Hvað áttu við?“
„Ég á við hvort þú eigir mörg börn, hvað þú hafir
stórt heimili, skilurðu?
„Við erum bara tvö.“
„Ég á fjögur börn,“ sagði Jón, „og hef ennþá kom-
izt af, en það er nú ekki hægt að segja um alla.“
„Menn geta verið heiðarlegir, þó þeir verði að
þiggja-“
„Já já, sei sei já, ég held þeir geti verið heiðarleg-
ir,“ sagði Jón og skríkti. „Kannski er það af því sem
þeir þiggja. Það er svo ekki betra að drepast úr því
en öðru.“
Og renningurinn streymdi niður götuna og inn sundin
að austanverðu, og hlóðst í skafla bak við húsin, og
„PENING AR"
Eltt l)að einkennilcgasta við lífið er, að beir fá-
tæku, sem þurfa mest á peningum að halda, ern
cinmitt þeir, som aldrci hafa þá.
Finley D. Dnnne í bók sinni ,,Mr. Dooley'1.
★
I>að er aðeins cin stfitt I þjóðfélaginu, scm hngs-
ar meira nm poninga en þeir ríkn, og það eru þcir
fátækn.
Oscar Wilde i rltgerð sinni
,,Sálarlí£ mannsins í sósalisku þjóðfélagi."
það var ljós í hverjum glugga, og þeir hímdu sinn
hvorumegin við hliðið.
„Þú ættir að líta inn og sjá,“ sagði Jón Jónsson
glottandi. „Þú liefðir gott af að sjá.“
„Sjá hvað?“ spurði Diddi og glápti á hann.
„Ég hef ekki getað keypt mat í tvo daga, og þegar
maður á fjögur börn . ..“
„Hvurn djöfulinn sjálfan,“ sagði Diddi og barði
krepptum hnefa niður í staurendann við hliðið. Síðan
stamaði hann og gapti. En Jón Jónsson þagði og starði
á hann.
„Því læturðu svona?“ sagði hann svo. „Er það mér
að kenna?“
„Þetta er helvíti,“ sagði Diddi, gnísti tönnum og
vipraðist um munninn.
„Og um hádegið fórum við niður á Vetrarhjálp með
börnin og fengum einn súpudisk,“ sagði Jón.
„Og fenguð einn súpudisk,“ át Diddi eftir og
kreppti hnefana.
„Svo barði hún mig, þegar við komum inn.“
„Barði hún þig?“ tók Diddi upp. „Hver barði þig?”
„Konan mín,“ sagði Jón Jónsson, og strauk sér yfir
ennið. „Ójá, konan mín barði mig. Hún sagði að nið-
urlægingin væri mér að kenna.“
„Já ,einmitt,“ sagði Diddi.
„Og hvað á maður svo að gera, þegar konan hefur
barið mann, og maður trúir því jafnvel sjálfur að
niðurlægingin sé manni að kenna?“
„Farðu!“ æpti Diddi, og hljóp af stað niður stíg-
inn. „Farðu í vinnuna — ég fer þangað aldrei . . .
aldrei.“
Og Jón Jónsson stóð lengi kyrr og hallaðist fram
á hliðið og starði niður í snjóinn. Síðan drattaðist
hann niðurlútur heim stíginn og hvarf bak við húsið.
LANDNEMINN 79