Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 27

Landneminn - 01.12.1952, Blaðsíða 27
lega til Reykjavíkur. EruS þið með nokk- uð þess háttar meðferðis?11 Norðlingar: „Nei! Við erum bara með hangikjöt. Það er allt merkt.“ Nú er þetta skoðað og reyndist rétt vera, og þeir Norð- lendingar kveðja. Tíminn líður. Annar bill kemt^ ofanað. I þeim bíl eru strák- ar héðan úr bænum. Við spyrjum nú eft- ir benzíni og reyndar mjólk líka. „Það er bara fólk afturi". — „En hvern- ig er með skottið, góði. Viltu lofa okkur að líta i það?“ spyrjum við. „Þið hafið ekk- ert leyfi til þess“, svarar bílstjórinn. „Hver hefur gefið ykkur leyfi?“ — „Verkalýð- ur Reykjavíkur." „Hérna eru lyklarnir", segir bilstjórinn. Við opnum. Þar er ekk- ert. Bílnum er hleypt framhjá og vat fátt um kveðjur. — Enn er heðið en nú eftir bíl neðan að. Loks koma félagar okkar. Við skiptumst á kveðjuorðum. „Blessaðir." kveður við í kyrrðinni. Við ökum sem hraðast í bæinn og of- an á Hverfisgötu 21. Þar eru höfuðstöðv- ar verkfallsmanna að næturlagi. Við læs- um bílnum, göngum inn. Okkur er hálf- kalt og hálfstirðir erum við eftir allar seturnar í bílnum. Þá er þægilegt að koma inn í hlýtt herbergi og fá sér kaffi- dreytil. Það er nóg brauð með. Og ekki spillir það ánægjunni að fríð stúlka og íönguleg gefur okkur í bollana. Ragnar Gunnarsson situr við skrifborð og segir fyrir verkum allskörulega. Þegar við höf- um drukkið nægju okkar svipumst við eftir blöðunum. Jú, þau eru komin út. Ég næ í Moggann og les þar um mjólkur- niðurhellingu. Svo spyrst ég fyrir um málið. „Það var hann Bjarni í Túni, sem hellti henni niður,“ er svarið. „Hann átti hana.“ Og ekki er ofsögum sagt af Morg- unblaðslyginni,“ verður mér þá að orði. Um það voru allir sammála. „Hverjir vilja fara á vakt upp að Hólmsá". „Ég, ég, ég“, er svarað. Og út er enn gengið. Nú er ég kominn með nýjum mönnum og þekki þar engan nema Baldur Vilhelmsson sveitunga minn. Bíll- inn fer á harðaferð upp eftir og ber ekki til tíðinda fyrr en komið er að brúnni. Þar er mikið lið átta menn eða tíu, allt ungir menn. En sem við erum komnir á áfangastað kemur bíll austan að. Það verður að samkomulagi að við biðnm hans allir. Þetta er alvanalegur vörubill með grindum. Þarna er mikil mjólk. Við bregð- um vasaljósi. Þá sjást benzintunnur lika. Baldur lýkur upp hurðinni. Bilstjórinn er einn. Baldur: „Gott kvöld“. Austanvéri: „Gott kvöld“. Baldur: „Ætlarðu með þessa mjólk í bæinn?“ A: „Þið eigið ekk- ert með að stoppa mig!“ B.: „Það verðum við því miður að gera. Starfsmenn mjólk- ursölunnar eru í verkfalli og við erum að sjá um að gegn þeim séu ekki framin verkfallsbrot. Svo ertu með benzín líka! “ A.: „Það er nú bara handa sjálfum mér!“ Baldur: „Við skulum taka benzínið, merkja það og flytja á öruggan stað. En þú verður að fara með mjólkina heim aftur." — „Ætli það ekki.“ Og verður nú þetta að samkomulagi, og er náð í vöru- bíl, sem við höfum rétt hjá. Á hann lát- um við benzíntunnurnar. En með mjólkina fór austanvérinn heim til sín. Sumir okkar menn halda nú í bæinn en átta verða eftir. Við tölum saman um heima og geima, syngjum og kveðum, segjum sögur, þjóðsögur. Ég man eftir einni vísunni sem við kváðum. Hú.n er um feitan prest sem var uppi á fyrrihluta 19. aldar: „Ef að dauður almúginn úti lægi á Fróni, mætti vera’ að mörvömbin minnkaði á séra Jóni.“ Og þá er þessi oddhenda ekki slakari: „Það er dauði’ og djöfulsnauð er dyggðasnauðir fantar, safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar." Það er margt fleira kveðið. Kveðskap- urinn styttir stundirnar og eykur baráttu- kjarkinn. Borgararnir reyna að sverta okkur í augum almennings, en hvað varð- ar okkur um það. Við erum hér á verði í krafti þeirra þúsunda íslenzks verkalýðs sem styður aðgerðir okkar. Því að það er aðeins eitt ráð til að bjarga málstað al- þýðunnar, samfylking. AÐ BIÐJA LÖGREGLUNNAR IIJÁLPAR Og tíminn líður. Áður en varir eru kom- in vaktaskipti. Við kveðjum nýkoinna fé- laga okkar með virktum og ökum sem leið liggur ofan á Hverfisgötu 21. Þegar þangað er komið sjáum við ógnarstóran hóp manna kringum bil. „Hvað er um að vera?“ spyrjum við í forundran. „Bíll norðan af Akureyri". „Ilvað er hann með?“ „Gosdrykki?" Þetta er nokkuð stór bíll. Við ryðjumst gegnum þvöguna að hlýða á orðaskipti. Ragnar Gunnarsson: „........ og vissirðu ekki að það er verkfall hér?“ .... Akur- eyringurinn: „Það var ekkert verkfall fyr- ir norðan. Þetta er fullkomlega löglegt og ég læt ykkur ekki taka appelsínið af mér.“ Ragnar: „Geturðu læst bílnum?“ Nú var leitað en fundust engir lyklarn- ir. Ástandið varð æ flóknara. Lögreglan var kominn á vettvang. En það fékk ekk- ert á Ragnar. Þegar norðanbílstjórinn sá lögregluþjónana herti hann upp hugann og sagði: „Vill lögreglan ekki hjálpa mér?“ „Það er verkfall hér í Reykjavík“ svaraði lögreglan og var farin. „Viitu ekki geyma þetta inni hjá okkur?“ spurði Ragn- ar vingjarnlega. Nú var Akureyringurinn gæfur orðinn, svo að hann svaraði: „Þett ' eru fimmtíu kassar". Nú voru margar hendur á lofti og var nú unnið að því sem kappsamlegast að bera inn appelsínkassana. Ofan á appel- sinkassana sjötiu (þeir voru taldir ná- kvæmlega) hafði verið hlaðið tómum tré- kössum. Það þótti mér skritið og spurði hverju slíkt sætti. „Þeir gera allt til að reyna að blckkja okkur. Þegar við stöðv- uðum bilinn fyrst sýndist okkur ekkert vera á honum nema drasl.“ AÐ STANDA ÚTI Næst erum við Baldur sendir ofan að frystihúsi Herðubreiðar. Við áttum að gæta þess stundarkorn. Við göngum sem leið liggur. Borgin er sofandi. Það giymur í götunni undan fótataki okkar. Við segj- um ekkert. Hér býr millistéttarfólk, eðli- legir bandameiín verklýðsins. Loks komum við ofan eftir og leysum félagana af Við Baldur stöndum og bérjum okkur til hita. Ég hef yfir mergjaðar rímnavisur en þori ekki nema ofurlágt. Ég gæti vakið fólkið i húsunum með slíkuin hávaða. Rétt hjá okkur er lítill bill, svartur, fjögra manna. Lengi litum við .bílinn hornauga. En nú tók okkur fast að kóltia svo að við tókum það ráð að rey.ia að komast inn í bílinn. Og sjá, hann var op inn. Við settumst í aftursætið. En nú varð mér sú skyssa á að skella fullfast á eftlr mér. Allt í einu stendur maður á tröppun- um fyrir ofan bílinn. Hann var í blarönd- óttum náttfötum og syfjulegur enda var hánótt enn. Maðurinn: IJvað eruð þið að gera við bílinn minn?“ Mér virtist hann leggja sérstaka aukaáherzlu á orðið minn. Ég flaumósa: „Megum við ekki sitja inn í honum stundarkorn? Við erum verkfalls- verðir?" Maðurinn: „Jú, jú, meira en vel- koniið." Og hann flýtir sér inn í húsið. Baldur: „Hann hefur samúð með verk- fallinu þessi.“ Ég: „Þetta er fylgjandi alþýðunnar." Nú er bara að bíða unz dagur rennur. Við Baldur sitjum hreyfingarlausir Framh. á bls. 94. LANDNEMINN 91

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.