Landneminn - 01.12.1952, Side 28

Landneminn - 01.12.1952, Side 28
EINAR BRAGI: Fjögur prósaljóð Mánaljóð. Máninn skín jafnl á réttláta oe rangláta. Ilvernig œtti hann aS geta annab? BarniS stendur á tjarnarbakkanum og hurjir hug- jangiS á andlit tunglsins speglast í dularjullu djúpinu. Grænt sef og gular starir bœra broddana glettnislega, eins og jiau séu a3 kitla kringluleitan karlinn undir hökunni, og hann brosir góSlega aS gamansemi þeirra. Lágur þytur í stráum heyrist handan jrá hinum bakk- anum, þegar kvöldgolan kemur dansandi inn á sviSiS utan úr bláu þúminu. llún stígur gldS- lega nokkur hringspor og gárar flötinn meS var- ÚS til aS hrceSa ekki barniS. Þá breytisl tunglsljósiS í milljónir glitrandi siljurpen- inga. BarniS stingur hendi niSur í vatniS ejtir nokkrum aurum til aS geta keypt sér brjóstsykur í búS- inni á morgun. ÞaS grípur í tómt, l'tla skinniS, en jer dS hlœja aS mistökum sínum og segir mcS blik í augum: ÞaS gerSi ekkert til — mér finnst alveg nógu gaman aS horfa á þá. Máninn réttir firn af skínandi skildingum inn um glugga ráSherrans, slráir þeim yfir svart eikat- skrifborSiS, þunga jlosklœdda stóla, persneska ábreiSu gólfsins og scgir meS hógvœrS: GjöriS svo vel — og afsakiS hvaS þetta er lítiS. En ráSherrann á í eldþéttum amerískum stálskápi 30 silfurpeninga sem eru gœddir þcirri náttúru, aS af þeim drjúpa 30 jafn blóSugir á hverri nóttu, og hann lítur ekki viS sil/urmynt mánans. Eitt sinn mun máninn aSeins skína á réttláta. Hvernig ætti hann aS geta annaS? Leysing. Einn morgun þegar viS opnuSum augun, stóSum viS saman mörg börn á bakka fljótsins og spurS- um undrandi, hvaSan okkur hejSi boriS aS. ViS bárum eigi kennsl hvert á annaS en vissum, aS viS vorum öll systkin, og sumum jannst viS hefSum áSur sézt á öSrum slóSum. Þcgar viS horfSum niSur í hylinn, sáum viS andlit okkar í tœru vatninu og fórum aS syngja af fögnuSi. VonglöS lögSum viS af staS niSur grœna hlíSina og komum undir sólsetur aS ósnum. Er viS litum myndirnar sem skulfu órólega á skol- gráum streng fljótsins, urSum viS skelfd og vildum snúa aftur. En ofan úr hliSinni heyrS- ust ungar raddir sem sungu: Leysing! Leysing! Þá lögSumst viS fcgin til hvíldar á hvítri ströndinni. Um lágnœtti kom hajiS og breiddi yfir okkur bláa öldu, t'l þess aS okkur yrSi ekki kalt mcSan viS svœfum. Ströndin hvíta. Þúsund aldir hef ég hvílt í sandinum hvíta. Ég ann Ijósu kornunum meS bjartsýnu augun og uni mér hjá þeim. Á vorin hlaupa fátæk börn um fjöruna berum iljum og hafa svo fjarska gaman. Þau grafa í sandinn litlum lummum og láta hann renna gegnum greipar sér. Einu sinni leyfSu þau mér aS sigla heilan dag í sólþurrkuSu pétursskipi á svo- litlum polli. En stundum kárnar gamaniS: Þcgar sjórinn fer í fýlu, hrekur hann okkur sta3 úr staS og hefur allt á hornum sér. En hvernig sem hann hamast, þá fœr hann ekki hindraS, aS alltaf hrynur eitt í annars ból. SérSu svarta dranginn? Sá er hlœgilegur! Hann bclgir sig og heldur hann sé mikill, af því hann er svo harSur — harSur og svartur. En hann er lítill karl. Ég hef lifaS mörg svona merkikerti. Frost og vatn og vindar hafa veSraS þau öll, og þau eru löngu horfin. Eins fer honum þessum sem lestina rekur, því hann er sömu ættar: var eitt sinn ferlegt tröll sem álpaSist á nœturþeli niSur aS sjó. Hann ætlaSi aS gleypa mánann, svo mennirnir reik- uSu í myrkri og villtust fremur í tröllsfaSm- inn. Alla nóttina eltist hann viS sigSina hvítu — um dagmál var hann nœstum búinn að nœla klóm í horniS. En sólin systir mána leit í sömu andrá á hann rauSum geislaaugum. Þá varS karltuskan aS kletti. 92 LANDNEMINN

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.