Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 4
84 UNGA ÍSLAND Þegar Pétur og Gréta sendu j ólasímskey tið. (Þýtt úr norsku.) Þau höfðu kafað snjóinn og brotist í gegnum skaflana, sem vindurinn hafði hlaðið yfir þvera þjdðbrautin þau liöfðu klifrað og klórað sig áfram upp eftir hlíðinni þar sem ísbólstrar vóru undir snjónum, og þau rifu sig til blóðs á ber- um höndunum, er þau runnu ofan aftur hvað eftir annað, þangað til argun fylt- ust af tárum. En upp urðu þau að komast, og það komust þau líka að lok- um með he kjutrögðum. Nú var takmarkinu náð — hinum granna og gljáandi símaþræði, sern suð- aði og hvein í vindinum. Hann varfest- ur í giröinguna rneð dálitlum járnflein og lá þaðan eftir hvítum símastaurunum eins langt og augað eygði. »Hefurðu það nú?«, spurði stúlkan, sem nét Gréta-litla. »Já, auðvitað, nú skal eg,« svaraði bróð- irinn, sem hét stór;-Pétur, og svo dró hann út úr blússu sinni litinn, kruklaðan bréfmiða. Á miðann var eitthvað skrifað með stór- um, styrbusalegum stöfum, og um leið og vindurinn þaut hvínandi fram hjá þeim, gerði hann snögga Iykkju á leið sína til þess að gægjast í bréfið, og það var á þessa leið: >Mamma, við bíðum svo eftir þér, og okkur þykir svo leiðinlegt, að þú kemur ekki. Lína frænka er veik og vill ekki láta okkur fá nein jól, og okkur Iangar svo til, að þú komir heim aftur til Grétu- litlu þinnar og stóra-Péturs hjá Línu frænku á Lyngstöðum.« Þetta var þá heimska í Iagi, hugsaði vindurinn; hvað ætla þau með þetta? Hann ætlaði alveg að rifna af forvitni og hringsnerist því utan um þau til þess að sjá, hvað úr þessu yrði. »Heldurðu, að það komist til skila?« spurði Gréta litla og blés á krókloppnu fingurna sína. »Já, þó það væri, — til hvers annars hefðum við þá ritsíma,« sagði stóri-Pétur drýgindalcga og vafði miðanum vel og vandlega utan um vírinn. Svo ýtti hann honum á stað, en hann tiatn staðar rétt undireins og lá grafkyr o hreyfðist ekki. En þvilíkir kjan r! hvæsti vindurinn. Skárri er það nú heimskan. Og hann hentist hátt í loft upp ar tindrun. Já,því- likt og annað eins! Het'r nokkur þekt aðra eins vitleysu! Þau halda þa, að jóla-símskeyti séu send á þennahátt. Húj. — Þvílík heimska. Hú-új!! Nei, þá vissi hann eitthvað betur. Gréta-Iitla fór að gráta. Miðinn fór ekki lengra. Hann komst þá aldrei til mömmu. »Ó, Pétur. Pétur, hvað eigum við að gera,« veinaði hún. »Nú taum við eng- in jól!« Þeim þótti báðum svo leiðinlegt og einmanalegt hjá Línu frænku og sökn- uðu móður sinnar svo sárt. En hún var í Ameríku, svo laugt, langt í burtu — til þess að sjá um pabba, sem hafði verið þar í mörg ár, og hafði nú orðið veik- ur; en niamnta hafði lofað að kotna heim fyrir jól — og nú vóru jólin bráðum kontin. Æ, Itvað áttu þauaðgera? Það urðu engin jól hjá Línu frænku; jól án möinmu — nei það urðu víst alls engin jól. Stóri Pétur hafði þó verið svo al- veg viss um, að símskeytið kæmi tilskila til mömtnu, og þá myndi hún eflaust koma. Þau störðu bæði hrygg á miðann, sem hékk grafkyr á vírnum. En nú hafði vindurinn hugsað sig of- urlítið betur um, og þá kendi hann í brjósti um systkinin og hugsaði meðsér, að hann gæti í rauninni alt eins vel hjálp- að þeim eftir mætti. Og húj — huúj hvein í honum meðfram símavírnum, og hann feykti símskeytinu með sér eins

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.