Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 13
UNGA ÍSLAND 93 skólasystkin hennar vissu ekkert af þessum sprettum hennar á »vængjatryppinu« (skáld- hestinum «Pegasus«.) Dóttir heimskautafarans Peary, María að nafni, skrifaði þá er hún var 9 ára gömul, bók um börnin í »köldu lönd- unum«. Lýsir hún þar nákvæmlega lífi og lifnaðarháttum lieimskauta-barnanna, og talar þar af eigin reynslu, því sjálf er hún fædd og uppalin norður í íshöfum, og hafa Eskimóar gefið henni nafnið »Ak-Ri-Gut-Tu« þ. e. »Snæbarnið«. Því er þó bætt við söguna, að móðir Maríu hafi hjálpað henni með bókina. Hið furðulegasta allra undrabarna er þó líklegast lítil stúlka í Belgíu, Carrnen de Assilva að nafni. Er hún var 12 ára, hafði hún samið fjölda leikrita, er leikin höfðu verið og auk þess fleiri hefti af skáldsögum, og samstundis ritaði hún í all mörg merk blöð í Belgíu. Sumarið 1903 lék hún einnig sjálf aðalhlutverkið í 3 leikritum sínum á frægu leikhúsi, og á eftir fór hún sjónleikaferð til frakkneskra baðstaða í staðinn fyrir leikkonu eina, er orðið hafði veik, og Iék þá aðalhlutverk- ið í afar frægum sjónleik og hafði þó eigi ne.ua 3 daga til undirbúnings. Vann hún alment lof og aðdáun fyrir leik sinn. — Fyrir 10 árum Ias hún nokkrar af sögum sínum fyrir Englandsdrottningu og eina prinsessuna—á ensku — án þessað móðir hennar vissi nokkuð af, að hún kynni orð í ensku! ölsýn virðist hún vera þessi unga skáldmey. Játning hennar er á þessa leið: »Heimurinn er vondur og Ijótur; og betra væri oss að þekkja hann ekki.« Henni er Iýst þannig, að hún sé lítil og fíngerð, alt of höfuðstór, augun djúp og stór og »hörð«. Læknar eru hræddir um, að hún muni með tímanum fá heilabólgu, Gaman væri að fá fregnir af því,ef einliverjír kaupendur »Unga lslands« þektu »undra- börn« í átthögum sínum, (a: óvenju bráðþroska börn að einhverju leyti.) ____________ Riist. (Sönn saga frá Anieríkn.) Ungfreyja Soffía Wright (frb. vræt) er kennslukona á skóla einum í borginni New Orleans (frb. njú orlíns) í Ameríku. Þar vinnur hún á hverjum degi og hefur með því ofan af fyrir sjer og móður sinni. En 3 stundir á hverju kvöldi heldur hún ókeypis skóla fyrir 1500 karlmenn og drengi, seni verða að vinna fyrir sér og sínum á daginn. Hún byrjaði á þessu, er hún var 18 ára, og nú eru 26 ár síð- an. Þúsundir manna liafa gengið í skól- ann hennar, og þar hafa þeir orðið betur hæfir til þess að berjast fyrir lífinu, og sumir, er jafnvel hafa eigi verið þar leng- ur en í fáeinar vikur, hafa þegar orðið þess varir, aö þeir voru farnir að þrá það sem gott er. Og þá þrá hafa þeir borið heim með sér, líkt og við berum með okkur logandi lampa inn í dimt herbergi. Fjölskylda hennar hafði verið auðug, en mist allar eignir sínar í ófriðinum. Það var sagt um föður hennar, að hann hefði mætt öllum óvinunum með dugnaði — nema fátæktinni. Soffía fæddist um það leyti, er ólán þetta steðjaði að foreldrum hennar. —- Læknirinn óskaði einkis frekar, en að hún dæi þá þegar. »Hún getur aldrei stígið eitt spor þrautalaust«, sagði hann. Er hún var 3gja ára datt hún einu sinni mjög illa og bilaði þá enn þá meira í mænunni. Varð hún nú að sitja svo fast bundin á stól í 6 ár, að hún fékk eigi að hreyfa sig. A þessum árum kendi móðir hennar henni að hugsa um fátæk- lingana. Á hverjum degi keptust fingurn- ir Iitlu við að búa til ýmsa smámuni handa fátæklingunum. Að þessum 6 árum liðnum gat hún staulast á hækjum og gekk þá í skóla. Hryggurinn allur var sem logandi eldur, því bakið var reyrt saman með stálbrynju.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.