Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 6
86 UNGA ÍSLAND og ljósklæddan barnaleik fyrir innanblik- andi rúður. — Og eg hefi séð jól með blikandi stjörnur yfir dökkgrænum skógi með glitrandi ískristalla á hverri grein. En allar þessar myndir liverfa um þess- ar mundir í bjarma stórrar, skærrar mynd- ar, sem blasir við mér. Fyllir allan hug minn: — Jóliti heima! Yfir berum fannaflákunum, þar sem bæirnir gægjast upp úr kafinu á víð og dreif eins og smá eyjar, þar sem rjúpur, hrafnar og flögrandi hópar af snjótittling- uin eru alt lífið, þar sem einmana veg- farandinn smá minkar og verður að ei- litlum, lifandi depli á hinu geysimikla, hvíta blaði vetrarins, — þar hafa jólin »legið í loftinu« Ianga lengi fyrirfram. Og svo koma þau alt í einu eins og inndælt, lifandi æfintýr inn í harða og einmanalega vetrartilveruna. Eins og hvítt, storknað haf liggursnjór- inn djúpur og þungur bæja milli og bannar ferðir manna að mestu Ieyti *) Þess vegna verður hvert sveitaheimili of- urlít'Il heimur út af fyrir sig með sínu sérstaka og sérkennilega lífi, sem ef til vill kann að virðast fremur tilbreytinga- lítið og einmanalegt, en þó hugðnæmt og auðugra, en all flesta grunar. Og á jól- unum kemur iíf þetta einna best í Ijós með sínum sér-íslensku einkennum. *) meðan vér ísl. kunnum, því miður, eigi að nota skíði! Höf. aðeins átt að vita það, þau tvö, sem sátu hrygg heima, að foreldrar þeirra vóru svo nærri, og að símskeytið hefði sannarlega komist til þeirra! Pabbi þeirra var orðinn frískur aftur, og í vagninum vóru bæði jóla- gjafir og annað skrítið nanda stóra-Pétri og Grétu- litlu. Og vagninn þaut áfram í myrkrinu, sem altaf varð svartara og svartara. Loksins komu þau á bæjarhlaðið á Lyngstöðum. Tvö börn komu þjótandi út. »Er það mam r.a!« »Já, mamma og pabbi!« »Pabbi!« »Pabbi líka!« »Við fengum símskeytið.« »Fenguð þið það? Onei, onei! — »0 mamma!« Svo gátu þau ekki sagt neitt meira, en lágu í einu vetfangi í faðmi foreldra sinna. Og svo komu jólin, og þvílíkog önnur eins höfðu aldrei komið .að Lyng- stöðum, og þeim jólum gleymaþau aldrei stóri-Pétur og Gréta-litla. Jólaminniiigar. (Frumritað á norsku á æskuárunum.) I. í bernskunnar glæsilega æFintýrabún- ingi leika þær mér í huga. Því gleymi eg þeim aldrei. Að vísu hefi eg oft séð fegurri jcl, auðugri og skrautlegri. — Jól í stórum borgum, þar sem fólksfjöldinn gengur í bylgjum eftir götum og strætum í enda- lausumstraum,ogbjölluglamur og klukkna- hljómur fyllir geiminn. Jól með inn- dæl jólatré og hljóð'æraslátt, glöð andlit

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.