Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 10
90 UNGA ÍSLAND ogfylgdi veiðimaðurinn »ÓrioiH rösklega á eftir og reiddi hátt kylfuna, og rétt á hælum lians runnu hundar hans tveir hinn stóri og hinn litli, Sírius og Prókýron. Beint fyrir neðan mig lá sveitin mín livít og fögur í fjallaörmuin með tindaiöðina á verði alt í kring. Fjörðurinn lygn og skær faðmaði nes og sker. Áin lögð blikandi ís. Ljós blikuðu í gluggum víðs- vegar um sveitina. Nú sátu þau við kvöldsvinnuna foreldrar mínir og systkin og hugsuðu um mig — því íkvöld áttu þau von á mér. — — Eg stóð á háheiðinni og leit í kring- um mig. Hvern tind oghnúk og hamra- koll, hvert skarð og gil og gljúfur þekti eg aftur. Gömlu örnefnin, er legið höfðu í svefni í mörg mörg ár langtinn íhuga mínum, komu nú fram á ný, kinkuðu kolli og heilsuðu mér brosandi eins og gamlir góðir kunningjar. — Þarna yfir á víðáttunum sat eg yfir ánum í 6 sum- ur. Þarna klifraði eg eittsinn í hömrun- um, uns eg komst hvorki fram né aftur Þarna á hæsta tindinum leit eg í fyrsta sinni langt út yfir land og haf og hugs- aði með mér: Hvað skyldi vera hinu- megin! — En alt í einu smaugeins og hárbeittur hnífur í gegnum mig. Sveitin nn'ii og landið mitt vóru svo ber og nakin eins og nýfætt barn. Skógariaust milli fjalls og fjöru! Þess hafði eg aldrei áður saknað, því í bernsku hafði eg aldrei séð skóg. — Nú sá eg fyrst, að landið mtit var bert og fátækt, og það skar mig sárt í hjarta. — En alt í einu streymdi heitur sterkur straumur gegnum mig frá hvirfli til ilja, og eg varð sem barníhjarta: Eg þakkaði Guði af lieilum hug fyrir það, að hann hafði gefið mér einmitt þetta land, sem var svo fagurt og frítt, svo fátækt og bert, en svo hjartkært og heitt elskað þrátt fyrir alt! til þess að eg skyldi elska það því heitar, gefa því allan æsku- þrótt minn og heitustu þrá — alla æfi nn'na og alt mitt starf,—Þá verður him- ninn heiður og blár. Þá skín sólin bjartar og heitar í hverri sveit. Þá»klæð- um við fjallið«, við sem erum ung. Þá verður ísland fagurt land og auðugt. Farsælt við ást barna sinna. Því hér »er suinarsól nóg og sáðjörðin nóg, ef ástin okkar er aðeins nóg«! — — Nú Ieit eg björtum augum út yfir sveitina mína, og hvíta myndin fagra mótaði sig djúpt í hug minn og hjarta. Svo hertiegáskíðaböndunnum ogbrunaði ofan hlíðarnar. — Heim. "\Jlt\övaVóvt\. í fyrra mintust sum íslensk blöð á »yngsta stúdent heimsins ,amerískan dreng 13 ára gamlan William J. Sidis að nafni. Er hann einkum frægur fyrir stærðfræðis- gáfur sínar; 2 ára var hann allæs, 5 ára samdi hann kenslubók handa byrjendum í stærðfræði; er hann var 6 ára, tók haui að Iesa erlend tungumál og lærði áskönun- um tíma, þýsku, frakknesku og rússnesku, og sjer til skemtunar las hann einnig latínu og grísku. — Mörgum mun virð- ast ótrúlegt, að þetta geti satt verið, en vel getur það þó átt sér stað, þar eð »undrabörn« eru langtum almennari en margir hyggja, og gáfur þeirra gera vart við sig á ýmsa vegu. En flest barna þess- ara hafa þó skarað fram úr í ldjóðfæra slætti og söngíist, enda er sú list aðgengi- Iegust allra lista fyrir börn. Gamlar sögur segja frá barni einu, er fæddist í Lybek á Norður-Þýskalandi í byrjun 18. aldar; var það drengur Hein- eketi að nafni. Ársgamall var liann vel kunnugur helstu frásögum biflíunnar, 15 mánaða gamall fór hann að lesa veraldar- sögu, og er hann var 2gja ára, var hann þaullesinn og fróður mjög í Danmerkur sögu. En svo bætir Iíka sagan við — að liann hafi dáið 5 ára gamall!

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.