Unga Ísland - 01.11.1911, Side 21

Unga Ísland - 01.11.1911, Side 21
UNGA ísland löl ar hrundu í sífellu ofan á niig, og eg sá, að varir hennar bærðust í hljóðri bæn. Ath. Æfintýr þetta rakst eg á nýlega í erlendu blaði og snaraði því á íslensku, sökum fegurðar þeirrar, er í því felst Hún hreyf mig og gerði mig glaðan. Skýringa mun eigi þurfa við, enda veit eg engar. Vil þó aðeins benda á, að mac er keltneskt orð og þýðir sonur: Mac- Arthur er því Arthúrssore, — Jósa mac Dé er þá Jesús sonur Guðs, því Dé er hér sama orðið og Deus = Guð. Ritstj. Kerfið mitt. (*Mit System ) Æfingar. 7. æfing, St. btyging áfram úr »bolsnúinni« stell- ingu (c: stór bolvinding) á víxl til beggja hliða, handleggirnir teygðir beint út til hliða í herðahœð. Frumstelling er sú hin sama og í 4. æf. Maður kerrir hnakkann vel og beyg- ii sig svo, án þess að kreppa bakið áfram út yfir vinstri fót og snýr þá andlit og brjóst til vinstri hliðar, og beygir vinstra hné vitund. Er þetta frumslelling þessr- ar hreyfingar (sjá 8. m.). Svo snýrmað- ur bolnum hálfan hring (180°) til hægri, og er þá vinstri hönd nákvæmlega þar, sem h. liönd var áður, en bolurinn sjálf- ur í sómu afstöðu og áður gegn v. fæti; snýr nú andlitið til h. og upp á við (sjá 9. m.). Nú beygir maður bolinn útyfir h. fót og verður þá stellingin rétt »spegil- mynd« frunistellingarinnar, sem sýnd er á 8. mynd. Snýr maður nú bolnum adur lj2 hring til vinstri og beygir sig útyfir vinstra fót á sama hátt og áður, svo á ný bolvind- 8. mynd. ing til h. og beyging út yfir lilið h. fótar o. s. frv. á víxl. Æfing þessi er því í tvennu lagi, bol- vindan og beygingin. Með æfingu er aðeins talið við annan hvorn hreyfingar- hluta, — þegar lokið er bolvindunni eða beygingunni. Síðarmeir gerir maður bolvinduna í rykk, en beyginguna hægt og rólega. Tími er ætlaður til 10 heildar-hreyf- inga, 5 á hvora hlið. Standa verður »fast« á gólfi með tær % 9. mynd. fram eða öllu heldur lítið eitt inn á við, raska eigi armstellingu og kreppa hnef- ana. Anda skal að sér í »snúningum«, en frá sér í beygingunni. Æfing þessi er ágæt til að liðka hryggj- arliðina og styrkja mænu og taugastrengi

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.