Unga Ísland - 01.11.1911, Qupperneq 18
98
UNGA ÍSLAND
>Art, drengurinn minn«, sagði hann
sem hélt á mír, »kærirðu þíg um að vita
hver eg er?«
»Þú er höfðmgi, hugsa eg«, svaraði
eg. Orðin hrutu mér ósjálfrátt af vörum.
»Sannarlega, svo erseni þú segir. Friðar-
höfðinginn er eg nefndur.*
»Og hverjir eiga að borða alt þetta?
spurði eg.
»Þetta er inn heilagi náttverður«, sagði
höfðinginn svo lágt, að eg varla heyrði.
Og mér heyrðist hann hvísla: því egdey
á degi hverjum, og hvert skifíi, áður en
eg dey, brjóta tólfmenningarnir brauð með
mér«.
»Þá tók eg eftir því, að 6 súpuskálir
stóðu sitt hvoru megin á borðinu.
»Hvað heitir þú, höfðingi?«
»Jósa.«
»Þú lieitir þó líklega eitthvað meira?
>Eg heiti Jósa mac Dé.«
»Áttu hérna heima?«
»Já, það á eg. En heyrðu mig nú,
Art, drengurinn minn litli, eg ætla að
kyssa á augun þín, svo þau opnist, og
þú getir séð þá, sem með mér borða
náttverðinn«.
Svo kysti höfðinginn migá augun. Og
þá varð eg sjáandi.«
»Þú verður aldrei alveg blindur aftur,«
hvíslaði hann, Og það er líka orsökin
til þess, að eg í öll þessi Iöngu og erfiðu
ár, sern eg hefi lifað, hefi þó ætíð verið
glaður og sæll í sálu rninni.
Það semegsá nú, varbæði furðulegtog
dásamlegt. Umhverfisborðið sátu tólf menn,
og allir litu þeir ástaraugurr á Jósa. En
ólíkir vóru þeir öllum öðrum mönnum,
er eg hafði áður séð. Þeir vóru liáir vexti
bjartleitir og Ijóshærðir og mikilúðlegir á
að líta, eins og sólrisa í eyðimörk, — allir
nema einn. Hann var dökkur yfirlitum,
og skuggi var umhverfis hann ogí tryll-
ingslegu augunum hans. —
Mér sýndist eigi betur, en að hver
þeirra væri hjúpaður bjartri þoku. Augu
þeirra skinu sem stjörnur gegnum þessa
þoku.
Áður en þeir brutu brauðið eða stungu
skeið í súpuskálirnar, er stóðu fyrir fram-
an þá, lagði hver þeirra þrjár vefjarskytt-
ur á borðið.
Lengi horfði eg á félaga þcssa, en
Jósa hélt niér í fangi sér, og eg var ekk-
ert hræddur.
»Hvaða menn heldurðu að þeíta sé?«
spurði hann mig.
»Þeir eru synir Guðs,« sagði eg. En þó
skildi eg ekkert í því sjálfur, hvers vegna
eg svaraði þannig, því eg var að eins
lítið barn.
Þá brosti hann. »Lítið þið á!« sagði
hann við tólfmenningana, er sátu við bo:ð ■
ið, »lítið þið á. Barnið það arna er vitrara
en sá vitrasti meðal yðar.«
Og þeir brostu allir glaðir ogánægðir
að orðum þessum, nema einn; það var
hann, sem sat í skugganum. Hann leit
á mig, og í sama biii datt mér í hug
Svartihylur undir snarbröttum hamrinum
heima, þar fleygði einu sinni maður sér
út fyrir og druknaði. Nú kendi eg til
sömu svörtu hræöslunnar við þenna inann,
sem eg áður hafði kent, þá er eg stóð
við svartahyl.
»Hvaða nienn eru þetfa?« hvíslaði eg
ög titraði af tómri lotningu.
»Það eru vefararnir tólf, Art drengur-
inn minn Iitli.«
»Og hvað vefa þeir?«
»Þeir vefa fyrir föður minn ; og eg er
vefurinn hans.
Þá varð mér litið á höfðingjann, en
eg gat engan vef séð.
»Ertþúpáekki Jósa, friðarhöfðinginn?«
»Eg er Iífsins vefur, drengurinn minn«.
»Og hvaða þrjár skyttur eru það, sem
mennirnir hafa hjá sér? «
Eg man eftir því, að mérvarð í þessu
litið á skytturnar, og sá eg þá, að þær
vóru lifandi og breyttu i'tliti í sífellu.
»Þær heita viska, fegurð og máftur.«
Og nú settist Jósa mac Dé niður og
ræddi við hina tólf. Allir vóru þeir bjart-
ir og fagrir, nema þessi eini, er skotraði