Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 14
04 UNGA ÍSLAND En hún gleymdi samt ekki að vera góð og greiðvikin við alla þá, er hún átti eitthvað sanian við að sælda. Er hún var 14 ára, hafði hún lært alt það er kent var í barnaskólum. Gat hún þá eigi gengið í æðri skóla sökum fjár- skorts. Sagði hún þá við sjálfa sig, að nú vildi hún vera kenslukona. »Jæja, en stúlkur af góðum ættum tak- ast aldrei neitt fyrir hendur,® sögðu skyld- menni hennar. Soffía liorfði alvarlega á þá, en svaraði þessu engu. Daginn eftir festi hún á húsvegg móður sinnar miða með orðum þessum á: * Dagskóli fyrir smátelpur. Kr. 1,50 um mánuðinn«. Áður en árið var liðið, haföi húm 20 nemendur. Þær vóru svo námfúsar, að hún varð að búa sig vel undir á hverj- um degi, því hún varð þó að »vera á undan þeim«. Er hún Iiafði starfað á þenna hátt í 2 ár, komst hún á kennara- skóla. Þar átti hún að borga fyrir sig á þann hátt að kenna nokkurar stundir á dag í neðstu deikl skólans. Þá er hún hafði haft dagskóla sinn í 4 ár, varð hún að útvega sjer stærra hús- næði. Fáeinum dögum eflir, að hún var flutt þangað, barði tötralega klæddur drengur að dyrum, tók ofan hattræfilinn og spurði: Eruð þér kensIukonan?« »Já«, svaraði hún. »Eg var með dýrasýninga-óg loddara- félagi, sem strandaði skamt héðan. Eg var 4ínudansari«. En nú er það búið. Gæti eg nú aðems riáð prófi, þá skal eg vera maður til að fá mér eitthvað að gera hjá póststjórninni. Eg sé að vísu, að á spjaldinu stendur, að þetta sé telpu- skóli; en eg vona, að þér getið kent mér eitthvað Iíka«, sagði drengræfillinn. Kenslukonan litla studdi sig fram á hækju sína og hugsaði sig um. Svo leit hún upp, brosti og sagði: »Þú verður þá að koma inn, svo get- um við byrjað þegar í kvöld.« — — Þetta var upphaf að ókeypis kvöldskól- anum, sem hún hefir haldið nú í 26 ár. Alla þá, er hafa viljað ganga í skólann, liefir hún spurt þessum tveim spurning- um: »Þarftu að vinna fyrir þér sjálfur?« >Hefirðu efni á að borga skólagöngu þína?« Ef þeir höfðu það, fengu þeir ekki inngöngu í skólann. Oft komu feður með sonum sínum í skólann. Þeim þótti skömm, að börnin sín skyldu kunna meira en þeir sjálfir. Kvöldskólinn »stækkaði« alveg eins fljótt og dagskólinn Svo tók Soffía að berjast fyrir að koma á fót hæli handa bækluðum og örkumla börnum, er eigi áttu sér neina batavon. Og eftir mikla baráttu og þrautir var hælið albúið. Því næst vildi hún koma á fót hæli handa kryplum og bækluðum, er von var um að gætu náð lieilsu, ef þeir nytu góðrar læknishjálpar. Þetta tókst lienni einnig. Nú liðn fram stundir. Þá kom »gula veikin« (»gulfeber«) hræðilega. Öllum skólum var lokað. Soffía Wright og kenslukonurnar, sem hún hafði fengið til aðstoðar sér við báða skólana sína stóru, þær skiftu nú um verk og urðu hjúkr- unarkonur. Þess var líka þörf. Öll sjúkrahús vóru troðfull af veiku fólki og dauðvona, og fjöldinn allur var sjómenn. Það var voða- legt sumár! Margi fölna enn þann dag í dag, er þeir minnast þess. Allir biðu kuldaus með óþreyju. En hann lætur oft bíða lengi eftir sér þar suður við Mexikóflóann. Seint og um síðir kom hann þó sígandi inn yfir borg- ina og landið. »Gula veikin« varð þá að lokum að láta undan síga. En nú mætti litla kenslukonan heilsu- lausa hættulegum óvin af öðru tagi. — Það var afar hátt veðsetningarbréf í skól- anum hennar, sem einnig var heimili þeirra mæðgnanna. — Láninu var sagt upp. Og nú leið að gjalddaga. Lánar-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.