Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.11.1911, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 97 hverntíma á ný niður til jarðarinnar tíl þess að hjálpa til að Iýsa og dreifa gleði út um okkar dimmu veröld, Nú ætla eg að reyna að segja söguna hér um bil eins og Art Macarthur sagði mér hana sjálfur. En eftir þvf, er hann sjálfur sagði mér, skildi hann eigi alt með sama. Með aldrinum féll alt af ný og skærari birta yfir sýn þá, er honum birt- ist á bernsku aldri, og dýpri skilningur ? henm þroskaðist sjálfkrafa hjá honum, er honum jókst vit og aldur. Honum var þannig farið sem blóminu, er fær eigi fuilkomið litskraut og ilm fyr en með fullum þroska. Og nú skuluð þér fá að heyra, það sem Art Macarthur sagði mér: »Oft og tíðum virðist niér það altsaman vera draumur. Oft og tíðum reyni eg að rifja upp aftur fyrir mér bernskustundir mínar, þá er þetta skeði. Og stundum er eg eigi alveg viss um, hvort þetta er að eins fagur skáldskapur runninn rótum úr sálu minni, eða það er viðburður, sem í raun og veru hefir fyrir mig komið. En þá er eg reyni að festa endurminn ingar þessar í huga mínum, er sem þær smjúgi frá mér og geri mig enn óvissari en áður. En Ijósbjarmi stafar af endur- minningum þessum, er lýsir kringum mig alla æfi. Og aldrei dofnar bjarmi þesssi í huga mér, fyr en grasvörðurinn byrgir sýn mína. Beisk eru barnstárin. Öll sú sorg, er vér fullorðnu láium í Ijósi með orðum tómum, felst í barnsgrátinum. Eg fann til þess þunga þann daginn. Eg var úti í skóginum, eins og eg var vanur, en kannaðist ekki almennilega við mig þar. Vindurinn hvein í trjátoppun- um, og litli fossinn dundi drungalega. Eg fann alt í einu til hræðslu og fanst eg vera svo einmana. Það var eins og glóandi augu sætu um mig í skugganum. Og bráðum var komið sólsetur, og þá varð aldimt í skóginum. Skóg-hræðslan greip mig. Og eg grét sáran. »Ætlaði þá mamma aldrei að koma? Alt í einu hætti eg að gráta, því eg heyrði fótatak. Gagntekinn af hræðslu leit eg upp til að sjá, hver væri að koma. Það vtr þá hnr og gratinur maður, þreytu- legur og slitinn, og hékk hárið sítt og Ijóst niður um axlirnar. Hann var bleik- ur sem mánaskiiisrönd ? myrkri jörð, og málrómur hans var mjúkur og blíður. Er eg leit framan í hann, hvarf alt í einu af mér öll hræðsla. Blíðara og ástúðlegra hafði eigi tillit móður minnar getað verið. »Nei, ert það þá þú, Art litli?« sagði hann og beygði sig niður og tók mig upp á handlegg sér. Nú var eg ekki vitund hræddur fram- ar. Allur grátur var horfinn mér langar leiðir. »Eftir hverju ertu að hlusta núna, snáð- inn minn litli?« hvíslaði hann, því hann sá, að eg var að hlusta eftir einhverju. Eg veit ekki almennilega», svaraði eg, »en mér virðist eg heyra svo undurfagra hljóma langt inn í skóginum«. Og nú heyrði eg það enn þá betur. Það vóru ínndælir hljómar, eins og mýkstu íiðlutónar. Callum Dall, fiðlari, hefði eigi getað leikið nánda nærri eins vel, og lék hann þó svo vel, að öllum, er heyrðu vöknaði um augu, því Callum var sunnu-’ dagsbarn og sjöundi sonur, og hafði lært list sína af sjálfum fossbúanum. »Viltu vera hjá mér í kvöld, Art lit!i«, spurði maðurinn og kysti mig á ennið. Og þá fanst méreg verða svorólegur og þreytulaus, eins og eg sæti í fanginu henn- ar móður minnar. »Já það vil eg gjarna«, sagði eg. Og svo sofnaði eg.. Er eg vaknaði aftur, vórum við í litl- um veiðimannakofa Iangt inni í Skugga- dalnum. Þar vóru langborð og bekkir inni. Á borðinu stóðu bollar og stór mjólkurkanna og stór diskur með bygg- kökum og annar með hafrabrauði.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.