Unga Ísland - 01.01.1933, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.01.1933, Blaðsíða 9
UNGA ÍSLAND 5 RJÚPAN. j£l __ Sönn saga. _ Þegar ég var á níunda árinu, rak ég einu sinni, sem oftar kýr með öðrum dreng, sem var orðinn 14 ára oghét Páll. Nú ber ekkert til tíðinda, fyr en við er- um komnir á leiðina heim, þá sáum við, hvar valur og rjúpa koma fljúgandi, og var rjúpan auðsjáanlega komin að nið- urfalli af lúa, enda náði valurinn henni fljótt og sló hana og féll hún niður skammt frá okkur. Valurinn styng- ur sér eins og örskot niður að bráð sinni, og ætlar að grípa hana með klónum, en í því rákum við upp ógurlegt öskur, til þess að hræða valinn. Þetta bragð tókst líka vel, því að valurinn þorði ekki að hremma rjúpuna, og flaug nú frá okk- ur í stórum boga. Gengur nú Páll að rjúpunni og tekur hana upp, og sáum við, að hún var lifandi, og skoðum við hana gætilega og fundum ,að eins eina litla flumbru, eða fleiður öðrum megin á brjósti hennar. Við þorðum ekki að sleppa henni aftur fyrir valnum og bár- um hana því heím, og alltaf fylgdi val- urinn okkur eftir og flaug í stórum bog- um og hringjum, sýnilega óánægður með að verða að sleppa svo gefinni veiði, og ekki flaug hann burtu, fyr en við vor- um horfnir inn um dyrnar á bænum, þar sem að við áttum heima. Við fórum með rjúpuna upp á loft, sem var uppi yfir dyrunum og bjuggum um rjúpuna í kassa, sem við létum dún í, og hlúðum vel að henni. Síðan bárum við áburð í sárið, og fórum svo frá henni. En stundu seinna komum við aft- ur til hennar, og lá hún þá alveg kyr í kassanum, og hreyfði sig ekki, þó að við strykjum hendinni yfir bakið á henni. Nú datt okkur í hug, að reyna að fá hana til að bórða, en það gekk ekki greiðlega, því að henni líkaði víst ekki sú fæða, sem við buðum henni. Þá datt mér ráð í hug. Ég hljóp upp í holt, sem var þar fyrir ofan bæinn og fór að tína rjúpnalauf í húfuna mína, því að ég hafði oft séð þau í sarpinum á dauðum rjúpum. Þegar ég þóttist vera búinn að tína nóg af laufum, fór ég heim með þau og lét þau í kassann hjá rjúpunni. Síð- an gengum við inn og fórum við oft að vitja um hana þann dag. Morguninn eftir var það okkar fyrsta verk,, að gæta að rjúpunni, og var hún þá farin að vappa um gólfið, og orðin brött. Við sáum, að það hafði minnkað töluvert í húfunni, og tókum við nú rjúpuna og fórum með hana út á hlað og slepptum henni. Varð hún auðsjáanlega fegin frelsinu, en við Páll horfðum á eftir henni, þar til hún hvarf okkur út í ó- endanlegan geyminn. Egill S. Bjarnason. Ofætlun. Prófastur (í húsvitjun): Veistu.hvar norð- urskautið er, Jón litli? Jón: Nei, það veit ég ekki. Prófastur: Mikil skönnn er að vita ekki ann- að eins og ])etta. Jón: Það er svo sem engin von að ég geti ]>að, því að John Pranklín og Andre gátu aldrei fundið það. * * * Meðmæli. Þessi auglýsing stóð í einu blaði: „Eldhússtúlku vantar. Afbragðs útsýni úr eldhúsglugganum út yfir fjölfarna götu með ös og árekstrum og allskonar smáslysum allan daginn og f’leira skemmtilegu“.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.