Unga Ísland - 01.01.1933, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.01.1933, Blaðsíða 17
UNGA ÍSLAND 13 Teikning eftiv Einar Jónsson af fvrirhugaðri byggingu vfir íslensk listasöfn. jarða hana einhvers staðar úti á víða- vangi, þó hann væri útilegumaður. Hin myndastyttan heitir Dögun, hún er af trölli, sem ber stúlku á öxlinni. Tröll- ið er með útréttan handlegginn og krepptan hnefann og illilegt á svipinn, en stúlkan er aftur á móti fagnandi, með útbreiddan famðinn. Myndin á að tákna það, að tröllið var að ræna stúlku, en það var nátttröll og mátti því ekki sjá sólina. En sólin var að koma upp og þess vegna var það svo reitt. Stúlkan var glöð yfir því að sólin var að koma upp, því þá mundi hún losna úr trölla höndum, því tröllið varð að steini, þegar það sá sólarljós- ið. Þar er líka ein mynd, sem heitir Ein- búinn í Atlantshafinu, sú mynd er úr kopar. Hún er af lítilli eyju úti í hafi, og eru landvættir öllu megin við eyjuna. Myndin á að tákna Island. Þar er einnig mynd, sem heitir Samvisku- bit. Hún er af mannsandliti. Við eyrað á mannsandlitinu er maður að rífa upp á því eyrað. Það á að þýða, að sá, sem vill ekki heyra hann skuli heyra. Við augað á mannsandlitinu er líka maður að rífa upp á því augað, það á að þýða að sá, sem vill ekki sjá hann skuli sjá. Þar var líka myndastytta af nótt og degi. Nótt og dagur haldast í hendur, þau eru jafn stór, en á milli þeirra stendur maður, sem heldur á stórum hnetti, það á að tákna sólina. Gyða Sigurgeirsdóttir 12 ára.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.