Unga Ísland - 01.01.1933, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.01.1933, Blaðsíða 10
6 UNGA ÍSLAND TRYGGÐIN HENNAR HYRNU. Ég ólst upp á Æsustöðum í Eyjafirði. Þegar ég var unglingsstúlka hjá for- eldrum mínum, nýlega fermd, kom ég eitt sinn að máli við móður mína og bað hana að leyfa mér að fara út að Hrís- um, og panta næsta kálfinn hennar Baugu. Móðir mín leyfði mér þetta. Sótti ég nú hest, söðlaði hann og lagði af stað. Þetta var um vor og veður inndælt. Á leiðinni var ég að hugsa um, hvað það væri nú gaman að fá kálfinn undan Baugu. En hún var fræg um Framfjörð- inn. Mjólkaði hún 18—20 merkur í mál og hélt því vel á sér, og svo var mjólk- in góð eftir því. Mér var tekið mjög vel á Hrísum. Var þá enginn búinn að panta næsta kálf Baugu, enda var nú nærri því missiri, þangað til hún átti að bera. Og var mér lofað kálfinum. Um sumarið var ég oft að hugsa um kálfinn. Var mér sagt, að margir hefðu beðið um hann, því að víða fór frægð- arorð af Baugu. Um haustið fékk ég boð um að nú væri Bauga borin, og hefði átt svart- huppótta kvígu, efnilega, og skyldi ég nú sækja hana. Ég sótti hest; og nú lagði ég þófa á, til þess að eiga hægra með flutninginn. Þegar ég kom að Hrís- um, flýtti ég mér í fjós. Þótti mér kvíg- an hin gæfulegasta. Þreifaði ég á kolli hennar. Mótaði fyrir vænum hníflum og skírði ég kýrefnið, og nefndi hana Hyrnu. Ég borgaði fjórar krónur fyrir hana, það var þá gangverð á nýfæddum kálfi. Ég hafði með mér gæruskinn og poka. Skinnið braut ég saman og lagði á þófann framanverðan, svo að mjúkt yrði að hvíla sig þar, en pokanum vafði ég um Hyrnu litlu, fór svo á bak og lét rétta mér reifastrangann. Ég reiddi hana þversum fyrir framan mig og lét hestinn lötra, og gekk ferðin vel. Ég fóstraði Hyrnu, gaf henni mjólk á málum, og varð hún mjög elsk að mér. Hélst það á uppvaxtarárum hennar og fullorðinsárum meðan við vorum saman. Hyrna reyndist fyllilega jafnoki móð- ur sinnar. Þóttust menn ekki hafa þekkt jafngóða mjólk og úr henni. Þégar hún var sett, eins og þá var siður, áður en skilvindur þekktust, þá kom fljótt þykk- ur rjómi ofan á hana. Mátti hæglega þrýsta flötum lófa ofan á hana, án þess að hann vöknaði. Alltaf var Hyrna jafn hænd að mér. Kallaði ég oft til hennar og sagði: „Kerl- ingin mín“; þá kom hún til mín og lagði höfuðið á öxlina á mér og undir vanga minn. Ég var' ekki lítið stolt af því, bæði að hafa fengið þennan bjargvætt í búið, og alið upp, og eins af því, að Hyrna skyldi sýna mér einni svona mikla tryggð og vináttu. Þegar Hyrna hafði mjólkað vel í mörg ár, kom að því, að foreldrar mínir brugðu búi. Fluttist þá Hyrna að Litla- Hóli, en þar bjó uppeldissonur móður minnar. Leið svo heilt ár, að ég sá aldrei Hyrnu, því að ég var þá á Akureyri að

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.