Unga Ísland - 01.01.1933, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.01.1933, Blaðsíða 14
10 UNGA ÍSLAND R i^eE3aes3ses3ses3SÉ R |j FRÁ BERNSKU EINARSJÓNSSONAR j| MYNDHÖGGVARA. Á þúsund ára afmæli Islandsbyggð- ar, árið 1874, bar það við, einn góðan veðurdag, að sveinbarn fæddist á bæ þeim, er Galtafell heitir. Bærinn Galta- fell liggur í miðri Árnessýslu. Einar Jón?son brítugur. Sveinn þessi var vatni ausinn og nefndur Einar. Hann ólst þar upp með foreldrum sínum, sem voru bœndur og bænda ættar. Þegar Einar var aðeins fárra ára, tóku menn eftir ýmsu óvenjulegu í fari hans. I þann tíð var börnum ekki kennd teiknun í skólum eins og nú, en Einar var alltaf sífellt að teikna. Ef við sæj- um skrifbækurnar hans frá þessum tíma, myndi okkur finnast þær harla einkennilegar, því þar mundum við finna meira af myndum og teikningum en af því, sem skrifbækur hafa venju- lega að geyna., orðum og stöfum. Það vildi oft til, að drengurinn var eins og utan við sig og gleymdi þess vegna ekki sjaldan því, sem foreldrar hans höfðu sagt honum að gera. — Þá var hann að virða fyrir sér ýmis konar myndir, sem hann þóttist sjá mótaðar í klettana upp í fellinu fyrir ofan bæinn. — En þess- ar myndir sá enginn annar en hann, og hann og jafnvel atyrti hann á stundum fyrir það, „að hann væri sofandi við þess vegna misskildi fullorðna fólkið verk sitt“. Það var meir að segja ekki alveg laust við, að faðir hans væri far- inn að. hafa talsverðar áhyggjur út af piltinum og efaðist jafnvel um, að hann yrði nýtur maður. Einar og kringlan. Fjögurra ára gamall fór Einar í heimsókn tii afa síns og ömmu. Þar var honum gefið hagldabrauð. En Einar fékkst alls ekki til að eta haglda- kökuna (kringluna) sína. Honum fannst hún svo falleg; og heim til sín fór hann með ósnerta hagldakökuna, til að geta sem lengst notið þess að horfa á þenn- an einkennilega og fallega hlut. Evnar og heymeisinn. Edtt sinn hafði faðir Einars beðið hann að taka hey í meisa (kláfa) handa kúnum. Einar fór út í fjóshlöðu eins og

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.