Unga Ísland - 01.06.1935, Qupperneq 6

Unga Ísland - 01.06.1935, Qupperneq 6
88 UNGA ISLAND Gulu fingurnir. í margar aldir hafa mennirnir ver- ið að reyna að losa sig við ýmsa þá ósiði, sem þeir höfðu fengið í arf frá forfeðrum sínum, en eitt halda þeir fast í, og það er tóbaksnautnin. Hún hefir náð svo miklum tökum á mönn- um, að mannkyninu stendur hreinn voði af. ,,Gulu fingurnir“ eru að verða brennimerki á æskunni, en þeir sem ekki ganga undir fána brenni- merkisins, ganga undir fána neftó- baksmanna, sem er hinn óhreini vasa- klútur. Aðeins fáir eru frjálsir, af- neita með öllu þessari villimennsku. Hvergi hefir maður frið fyrir eitr- aðri tóbakssvælu. Hvar sem maður kemur, eða er á ferð á landi eða sjó, er fullt af þessari ólyfjan. 1 sam- komuhúsunum, sölubúðunum og á götunum mætir maður þessari skop- legu, en um leið sorglegu, sýn, mönn- um sem eyða þúsundum og miljón- um króna fyrir eitraðan reyk, sem Grein Hákonar Bjarnasonar, Leið- beiningar um skógrækt, er birtist í 4. hefti blaðsins, hefir vakið mikla athygli. Blaðinu hefir borist fjöldi bréfa, með ósk um að fá sent birki- fræ til sáningar, og er það gleðilegur vottur um áhuga fyrir sókgræktar- málinu. Blaðið hefir nú sent nokkuð á annað hundrað sendingar af birki- fræi, og er þess fastlega vænst að ekki verði nú látið lenda við orðin tóm. — Til hamingju með árangur- inn. •— Úr bréfi.-----------Ég var feginn þeir sjúga ofan í sig og eitra loftið fyrir sjálfum sér og öðrum. Ungu lesendur! Viljið þið ganga inn í fram- tíðina með brennimerkið ,,gulu fing- urna“? Viljið þið eyða fé ykkar til slíkrar fádæma heimsku? Viljið þið veikja lífsþrótt ykkar og æskufjör með eiturnautnum, sem gera engum gott, en öllum illt? Nei og aftur nei, með hraustan líkama, hreinar hend- ur og hreint hjarta eigið þið að ganga út í lífið. Þess vegna bið ég ykkur að lokum, öll sem þetta lesið, að venja ykkur aldrei á neina eitur- nautn. Þá munið þið verða hraustari og hamingjusamari, og ,,gulu fing- urnir“ verða þá ekki lengur brenni- mark á þeirri æsku, sem á að vinna fyrir þjóð sína og fósturjörð í fram- tíðinni. Jón D. Jóhannsson, Siglufirði. greininni hans Hákonar skógfræð- ings, sem birtist í síðasta blaði U. 1., um skógræktina. Slíkra greina er mjög mikil þörf til þess að auka skilning og þekkingu á jafn mikils- verðu máli og skógræktarmálið er. — Ég get svo ekki stillt mig um að biðja yður að senda mér svolítið af trjáfræi, (eins og í 1 □ m.) ef þér getið, því mig langar til að reyna hvernig mér tekst að sá því. Með bestu kveðju. Þorsteinn Guðmundsson.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.