Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 7
ÍJNGA ÍSLAITD 89 Frá bernsku Magnús Helgason, 75 ára. Síra Magnús Helgason mun tví- mælalaust vera einhver allra vinsæl- asti og þekktasti núlifandi Islend- ingur. Hann tók við stjórn Kennaraskól- ans haustið 1908, og stýrði honum bar til vorið 1929. Þannig hefir áhrifa hans gætt, nieir og varanlegar, en nokkurs ann- aris manns, á allt uppeldis- og fræðslustarf, síðustu áratugi. Á síðastliðnum vetri kom út bók eftir síra Magnús, sem heitir Skóla- ræður og önnur erindi. Bók þessi hefst á ritgerð, er hann séra Magnúsar Helgasonar. nefnir „Uppeldi og heimilishættir í Birtingaholti fyrir 70 árum“. Unga ísland flytur nú tvo kafla úr þessari ritgerð, annan er sérstak- lega greinir frá námi hans á bernsku- árum, en hinn um leiki og störf barnanna í Birtingaholti á þessum árum. Er nú fróðlegt fyrir ykkur að bera saman þessar frásagnir og ykkar eig- ið nám, leiki og störf. Hér hefst frásögn séra Magnúsar. Faðir minn var bóndi, og svo voru forfeður hans í beinan legg í 15 ætt- liðu. Móðir mín var og bóndadóttir og af bændum komin langt fram í ætt. Þau voru afburða dugleg og ráð- deildarsöm og sæmilega efnuð eftir því sem þá var. Þau áttu 14 börn, og komust 10 þeirra á námsaldur. Faðir minn kenndi okkur hinum e'dri að stafa og kveða að, setti okkur á kné sér og benti okkur með bandprjóni á stafina í stafrófskverinu, sem hann hélt á. Þegar við höfðum lært að kveða að, tók móðir okkar við. Hún sat þá við rokkinn sinn og spann, en við sátum á rúminu hjá henni eða á kistu við fætur hennar og héldum á bókinni. Meðan við vorum lítt sjálf- bjarga, valdi hún okkur bækur, sem hún kunni, svo að hún gæti leiðrétt okkur og hjálpað án þess að þurfa að tefja sig á að líta á bókina, Hún var fluggáfuð; kunni utanbókar ógrynni sálma og kvæða, messusöngsbókina

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.