Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 14
96 UNGA ISLAND „Kjáni“, sagði hann og færði bind- ið á sinn stað. „Þú hlýtur að vera lydda. Ég fleygði tuttugu staurum úr stað þessa nótt. Ég var ekki svip- stund að því“. „Þú skrökvar!“ sagði Pétur „Þetta getur alls ekki verið satt . . . . “ „Svö-o. Ekki það. Nákvæmlega. sagt voru það 22 staurar. Þú heldur þó ekki, að ég hafi farið saklaus í fangelsið, ha! Lít ég þannig út?“ Pétur trúði varla sínum eigin eyr- um. „Já, en .... ef ég tek sökina á mig, viltu þá ekki koma aftur í hæl- ið? Það getur þú vel gert!“ Patjakof glotti og svaraði með mikillæti: „Nei! Þakka þér fyrir góði! Veistu hvar ég hefi verið síðan? Ég hefi verið í reglulegu fangelsi. Sá sem hefir verið það, fer ekki aftur í þessa pelabarnastofnun“. Hann sló Pétur á ennið og reigs- aði af stað. Allt í einu sneri hann sér við. Ná- fölur og með leiftrandi augum réðist hann á Pétur. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði Pétur undrandi. „Það skaltu fá að vita!“ öskraði Patjakof um leið og hann þreif í buxnavasa Péturs. „Komdu með úrið, strax!“ „Hvaða úr?“ hrópaði Pétur utan við sig. „Ha, þykist þú nú ekki vita það? Þú heldur þó ekki, að ég þekki þig ekki þjófsormurinn þinn? Ég skal segja þér, að ég hefi verið inni í hálft ár með Kudejar og hann sagði mér þetta allt. Nú, komdu með úrið! Skilurðu það?“ Hann greip um háls Péturs og kreisti. „Heyrir þú?“ hvæsti Patjakof. „Komdu með það. Vertu ekki að hugsa þig um. Nú, undir eins. —“ Hann herti á takinu. Pétur datt, hann þreifaði niður í vasann, hans eina hugsun var að losna, sem fyrst við úrið, hvað átti hann að gera með það? Þá heyrðust skyndileg óp og köll. Vopnuð lögregla kom í Ijós á götu- horninu. Á eftir henni var heill hóp- ur af markaðskonum og öðru fólki. „Þarna er hann!“ var æpt úr öll- um áttum. Það var ráðist á Patjakof og hann dreginn burtu. „Nú höfum við náð í hann. Þetta er þjófurinn“. Niðurlag næst. Felunafnavísur. Karlmannsnöfn. S — f-s -j-r-i -æ-u-d — — v — r-i — H-l-d-r —n-ó-f-r B---v-r - al-r - r- n--f-r B-g- G-s-i-f—g-r Kvenmannsnöfn. G---r — n -n-a -u-r-ð-r -r-a K-i-t-n -ó-u — -v — n-j-r---a-n----i-r-ð-- S-1----g J-n- Þ-r-n- M. V. Þór.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.