Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 8
90 UNGA ÍSLAND að miklu leyti og- Passíusálmana og kvæðasafn, er hét Snót, og miklu fleira. Þegar við vorum orðin sæmi- lega fær, fengum við sögur að lesa og annað sem til féll. Var hvort tveggja, að okkur var það mesta yndi að lesa fyrir hana, enda var hún fegin að nota okkur til þess, svo að hún mætti keppast við vinnu sína; en allt vildi hún fá að heyra, sem kom prentað á heimilið. Af tilviljun veit ég, að ég byrjaði að stafa haust- ið, er ég var 4 ára. Vorið eftir kom á heimilið ný bók, „Þjóðsögur Jóns Árnasonar". Móður minni var það minnistætt, að bókin lá nýkomin a borðinu, er ég kom inn. Ég sá, að hún var ný, lauk henni upp og staut- aði fyrirsögn sögu, er fyrst varð fyr- ir: „Álfkonan og áa-askurinn“. Þetta var seiðandi efni, og gat ég ekki hætt fyrr en sögunni var lokið. Sumarið var enginn bóklestrartími, þá var annað að sýsla. En ég naut þess, að ég var of ungur til flestra verka ann- ara en smávika fyrir mömmu. Ég elti hana með Þjóðsögurnar allt sumarið um búr og eldhús, til að lesa fyrir hana, ef hún gæti einhverja Birtingaholt, bernskuheimili séra Magnúsar Helgasonar. stund hlustað á, því að hún hafði næstum eins gaman af sögunum eins og ég, og ég naut þeirra ekki nema hún gæti notið þeirra með mér. Um haustið, þegar innisetur og venjuleg- ur bókalestrartími var kominn, var ég orðinn fluglæs 5 ára. Það var ÞjóðsÖgunum að þakka. Þessu líkt mun hafa gengið lestrarnámi syst- kina minna. Ég var næst elstur. — Eftir að við elstu systkinin vorum orðin læs, vorum við notuð til að kenna þeim yngri stundum. Faðir minn kenndi mér að skrifa, gaf mér forskrift og strikaði fyrir mig papp- írinn. Faðir hans hafði kennt honum, en lært sjálfur að skrifa hjá sóknar- prestinum. Móðir mín hafði lært að skrifa tilsagnarlaust; notað sendi- bréf til forskriftar, skorið sér fjaður- penna, og haft sortulit fyrir blek. Það var altítt. Faðir minn kenndi mér líka að reikna, fyrst með krít á fjöl, síðan kom reikninsbók með regl- um og dæmum og spjald og stíll. Þegar ég var 8 ára, kom kverið til sögunnar, það var Balle á slæmri ís- lensku, og lærður utanbókar, svo að ég ekki einungis kynni hverja grein

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.