Unga Ísland - 01.06.1935, Side 12

Unga Ísland - 01.06.1935, Side 12
94 UNGA ÍSLAND Stærsía skip heimsins, »Normandie«. Hér sjáið þið mynd af stærsta og hrað- skreiðasta skipi heimsins. Það er eign Frakka og heitir ,,Normandie“. Það hefir verið háð harðvítug keppni milli stórþjóðanna um það, hver þeirra ætti í hvert skipti, stærsta og hrað- skreiðasta skipið. Um langt skeið hefir hið svo nefnda ,,Bláa hand“ verið verðlaunagripur, sem í hvert skipti hefir verið afhentur því skipi, er fljótast hefir verið yfir At- lantshafið. ,,Normandie“ hlaut „bláa bandið“, að lokinni fyrstu ferð sinni yf- ir hafið, en þá ferð fór skipið í s. I. mán- uði. — Þessi stóru skip eru aðeins gerð fyrir farþegjaftutninga, og allt er gert til þess, að farþegjarnir geti notið innan- borð allra lífsins unaðsemda. Þar eru leikhús, kvikmyndahús, iþróttavellir, sundhallir og yfirleitt öll lífsins þægindi er ferðamaðurinn óskar eftir. Samgöngur og samgöngufæri. Unga ísland mun flytja innan skamms fróðlega kafla um „samgöng- ur og samgöngufæri á íslandi fyrr og nú . Er það ætlun blaðsins að rekja sögu samgöngutækjanna, til okkar daga. Blaðið hefir tryggt sér aðstoð sagnfræðinga og einnig aldraðra manna, er muna gjörla ýmsa merka atburði og sögur er greina frá því, er t. d. fyrsta stórbrúin var byggð, er fyrsta gufuskipið kom til landsins, er fyrsti bíllinn var reyndur á íslandi, eða þegar landsmenn sáu fyrstu flug- vélma o. s. frv. Greinum þessum munu fylgja marg- ar myndir.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.