Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 9
UNGA ISLAND 91 orðrétta, heldur og greinarnar í réttri röð. Móðir mín hlýddi mér yfir og setti mér fyrir, en spurði mig ekki út úr. Ekki rekur mig minni til, að nokkurt gagn yrði mér að því námi, hvorki fýrr né síðar, en ég man hitt meðan ég lifi, er hún kom til mín á kvöldin, þegar ég var háttaður, lét mig lesa versin mín, sem hún hafði kennt mér og mér þótti vænt um og ég hafði sjálfur raðað niður og las einlægt í sömu röð á eftir faðirvori — og sömuleiðis fyrirbænir afa míns fyrir mér og systkinum mínum. Biblíu- sögur voru ekki til um þær mundir, en stundum las ég hátt fyrir mömmu og heimilismenn í Gamla testament- inu, en ekki nema sögubækurnar; til skemtunar var það, og hvorki held ég að mér né áheyrendum hafi komið til hugar, að það væri guðsorð. Ég bar Davíð saman við Gunnar á Hlíð- arenda og Samson við Gretti okkar, og þótti Grettir þó miklu skemmti- legri, þó að Samson kynni að hafa verið ennþá sterkari. Nýja testa- ttentið, guðspjöll og postulasögu las ég með allt öðrum hug og aldrei hátt fyrir aðra en mig og mömmu og syst- ur, sem var næst mér að aldri. — Enginn sérstakur tími dags var ætl- aður þessum fræðaiðkunum, heldur gripin stund og stund til kennslu og uáms, þegar milli var annara verka. Ekki var heldur neinn sérstakur stað- ur á heimilinu ætlaður til þess. Víð- ast var baðstofan eina húsið, sem öllu fólkinu var ætlað að vera í nótt °g dag; þar urðu börnin að lesa og fera. Hjá foreldrum mínum var her- bergi þiljað af baðstofunni, þar sem £>au sváfu, og ennfremur stofa, sem gestum var ætluð, þar var betra næði til að læra en í baðstofunni, en líka ennþá kaldara á vetrum. Hvergi var ofn til hitunar, í skóglausu, köldu og veglausu landi var fátt um eldsneyti. Það var því alltítt, að börn leituðu í fjósið með kverið sitt. Þar var heitt, og ekki trufluðu blessaðar kýrnar. Þar man ég, að ég lærði 1. blaðsíð- una af Balle, og sjálfsagt margar síðar. Presturinn kom á hverju hausti að húsvitja; þá lét hann þau börn lesa, er byrjuð voru á því námi, og 2 árum fyrir fermingu voru börnin látin fara til kirkju á hverjum messudegi alla langaföstu, og spurði prestur þau út úr kverinu í kirkjunni eftir messu. En næsta vetur fyrir fermingu gengu fermingarbörnin auk þess til prestsins einn rúmhelgan dag í viku um föst- una og allt fram að fermingardegi. Þetta var sú eina fræðsla, sem al- þýða fékk af hálfu ríkis og kirkju. — Leikir okkar systkina drógu mjög dám af því, sem við lásum. Við kunn- um flesta þá leiki, er taldir eru í bók Ólafs Davíðssonar um ísl. skemmt- anir, og höfðum þá um hönd. Eink- um voru þessir tíðir: Blindingsleikur, kóngsleikur, karlsleikur, dúfuleikur og skessuleikur með ýmsum tilbreyt- ingum. Annað gaman var og mjög títt bæði með börnum og fullorðna íólkinu, eins og lýst er í bók Ólafs. Sjaldan var svo matast, ef fiskur var á borðum, að eigi væri látið ,,geta á dálk“ og „Króks eða Krings“. Horf- ast í augu“ var líka oft reynt. Reynir hið fyrra á skjótleik og skerpu eftir- tektar, en hið síðara á festu og þol. Spilað var oft á sunnudagskvöldum. Við lærðum fyrst „hund“, „kasínu“

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.