Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.06.1935, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 97 Hugrekki. Einu sinni voru þrír bræður, sem hétu Ari, Árni og Einar. Bræðurnir áttu bát með tveimur árum í. Einu sinni fengu bræðurnir að fara á bátn- um út á stórt vatn, sem var þar skammt frá, en var svo djúpt, að þaö var meira en ein mannhæð. Drengirnir tóku nú færin sín og hlupu niður að vatninu og ýttu út bátnum og stukku upp í hann. Ari og Árni þrifu árarnar, en Einar sett- ist við stýrið. Ari og Árni réru nú af öllum kröftum, en gættu ekki að því, að alltaf rann vatnið inn í bát- inn. Allt í einu hljóðaði Einar upp yfir sig, því að hann var orðinn renn- andi blautur í fæturna. Þá tóku þeir eftir því, að báturinn var nærri hálf- ur af vatni. Nú fóru þeir að kafa með hendurnar ofan í vatnið og fundu gat. Ari hélt hendinni fyrir gatið á meðan að Einar og Árni fóru að vita hvort ekki væri einhver tuska í bátnum, sem þeir gætu troðið í gat- ið, en það var ekki. Þá datt Ara nokkuð í hug. „Þið skuluð taka húf- una mína og rista hana með sjálf- skeiðung-num mínum, af því að hún er of stór í gatið“, og þetta fannst hinum ágætt ráð og nú tóku þeir húfuna af Ara og ristu hana með sjálfskeiðungnum og tróðu í gatið. En nú var vatnið orðið svo mikið, að Ari, sem lá á þóftunni, var orðinn gegn blautur, og nú ætluðu þeir að fara að ausa, en höfðu þá gleymt austurstroginu í landi. Nú voru þeir í vanda staddir, en Ari var aldrei ráðalaus. Hann sagði að þeir gætu tekið húfur sínar og ausið með þeim og að þeir gætu ver- ið berhöfðaðir eins og hann. Þeir fóru nú að ráðum Ara og fóru að ausa með húfunum, en það dugði ekki, því að það hækkaði ort í bátn- um og nú var hann alveg að sökkva. En það var svo djúpt þarna, sem þeir voru, að það hefir verið meira en mannhæð. En s,em betur fór var Ein- ar syndur og hann var líka elstur. Hann sagði hinum drengjunum að hanga ísér og að hann ætlaði að reyna að synda með þá, en það gat verið hættu spil. Það var hólmi í vatninu og það var styttra til hans en í land. Og nú komst Einar með þá að hólmanum. En þegar hann komst upp í hólm- ann, þá hné hann niður af þreytu. En hann vildi ekki gefast upp við svo búið, því að hann vissi, að ef þeir væru lengi úti í hólma, gætu þeir orðið innkulsa og orðið mikið veik- ir. Hann sagði þeim, að hann ætlaði að reyna að synda í land og að þeir ættu að bíða og reyna að halda á sér hita. Að svo búnu signdi hann sig, og steypti sér í vatnið. En bræður hans horfðu á með tárin í augunum, því að þeir vissu, að það gat farið svo, að Einar gæfist upp á leiðinni, af því að það var svo langt í land og Einar var ekki nema 13ára. En nú er að segja frá Einari. — Hann synti fyrst af öllum kröftum, en þegar hann var svona rúmlega hálfnaður, þá voru kraftar hans að þrotum komnir. En hann bað guð að hjálpa sér í íand, til þess að geta hjálpað bræðrum sínum, og hjálp hans brást ekki. Hann fann, að hann gat haldið áfram og hann synti að landi, en

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.