Unga Ísland - 01.02.1936, Qupperneq 15

Unga Ísland - 01.02.1936, Qupperneq 15
25 UNGA ÍSLAND Álfadans. Vifur hundur. (Lag: Máninn hátt á himni skín). Nú er glatt á Garðarsey, gamlárs er nú kvöld, leika sér á láði ljósálfanna fjöld. Bregðum blysunum hátt, berum fætur nett; stígum síðan faldafeyki fjörugt og létt. Nú er fagurt foldu á, fáum oss því lag, öll nú ætlum sýna aldinn rammaslag. Bregðum blysunum hátt o. s. frv. Glatt skín máni á fönnuð fjöll, foss og gilja þró, silfurhjúpi sveipar, svellin, holt og mó. Bregðum blysunum hátt o. s. frv. Norðurljós við norðanvind næra sína glóð, sælt er í álfasölum, svellur nú vort blóð. Bregðum blysunum hátt o. s. frv. Forðum var á Fróni hér fagnað álfa- þjóð; borðin stóðu búin, brann á kertum glóð. Fregðum blysunum hátt o. s. frv. Álfa-trú hjá ungri þjóð á ei íramar völd, en sjón er sögu skýrri, við sjáumst þó í kvöld. Fregðum blysunum hátt o. s. frv. Héðan brátt nú halda skal, hverful rennur tíð, ^annlífs ys og urgur allan blindar lýð. ^regðum blysunum hátt, birtu slær á grund. Ljós ef ekki lýðir sjá, þá lokast öll sund. Þ. Mýrmann. Eg ætla að segja ykkur sögu af hundi, sem er á næsta bæ við mig. Hann heitir Snati. Hann er stór og sterkur, hrafn- svartur, með hvíta bringu og snöggur sem selur, með lafandi eyru og stóra, upphringaða rófu. Hund þennan á frændi minn og jafnaldri, Björn Krist- ófer Björnsson í Miðhópi. Það var einu sinni, þegar eg og Pét- ur bróðir minn gengum í skóla að Mið- hópi, að við kölluðum á Snata með okk- ur, þegar við fórum heim. Úti var dimmviðri og hríðar útlit. Gerðum við þetta meira af fikti, en að okkur dytti í hug að hann myndi fylgja okkur. Hann fylgdi okkur niður fyrir túnið og þar að læk, sem rennur þar. Svo kom hann á eftir okkur yfir lækinn og labb- ar í hægðum sínum á eftir okkur, þar til við vorum komnir skammt vestur á allbreiðan flóa, sem leið okkar lá yfir. Þá tók Snati sig fram úr okkur, þefar í allar áttir, sperrir eyrun og hleypur svolítinn spöl, en stansar við og við, eins og til þess að sjá, hvað okkur liði og bíða eftir okkur. Þannig gekk það alla leið heim, að Snati fór jafnan spöl- korn á undan, en beið jafnan eftir okk- ur, ef við drógumst aftur úr. Þegar heim var komið, fór Snati fljótlega heim til sín aftur. Heima hjá okkur var mað- ur, sem langaði til þess að sjá hundinn og bað okkur að koma með hann næsta dag. Við báðum eigandann að lofa okk- ur að fara með Snata. En það var Snati, sem vildi hvergi fara. Hefir líklega ekki fundist nein þörf á því að fara með okk- ur í það skipti, enda var þá bjart og gott veður. Vilhjálmur Guðmundsson, 13 ára.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.